Tilkynningar og fréttir

Norðurbraut, endurnýjun lagna í götu.

Norðurbraut, endurnýjun lagna í götu.

Mánudaginn 15. ágúst nk. munu framkvæmdir hefast við endurnýjun vatns- og fráveitulagna Norðurbrautar, á milli Hlíðarvegar og Hvammavegar. Kappkostað verður að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma. Til að byrja með verður lokað fyrir bílaumferð í skamman tíma við gatnamót Norðurbrautar og Hvammavegar og umferðinni sem kemur að norðan beint um hjáleiðir. Á meðan framkvæmdir standa yfir verður reynt að hafa að lágmarki annan helming Norðurbrautarinnar opinn fyrir umferð að mestu. Einnig verður reynt að hafa gangstéttar opnar fyrir gangandi/hjólandi umferð en mælt er með að fólk fari aðrar leiðir ef þess er kostur. Ingibjörn Pálmar Gunnarsson og Kristján Ársælsson verktakar sjá um jarðvegsframkvæmdir. Að framkæmd lokinni mun fljótlega verða farið í malbiksyfirlögn á þessum kafla Norðurbrautar á vegum Vegagerðarinnar. Rask og truflanir á afhendingu á köldu vatni verður óhjákvæmilegt meðan á framkvæmdum stendur, en reynt verður að halda því í lágmarki. Íbúar eru beðnir um að sýna framkvæmdinni þolinmæði. Hægt er að hafa samband við Benedikt Rafnsson, í síma 831-7100 eða á netfangið benedikt@hunathing.is, vegna framkvæmdarinnar. Veitusvið
readMoreNews
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

355. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 11. ágúst 2022 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews
Skráning í íþróttamiðstöðina veturinn 2022-2023

Skráning í íþróttamiðstöðina veturinn 2022-2023

Nú er haustið á næsta leiti og því ekki seinna vænna að skipuleggja kvöldæfingar fullorðinna í íþróttasalnum fyrir komandi vetur. Hópar eru hvattir til að senda inn óskir sínar fyrir tíma til kvöldæfinga í íþróttamiðstöðinni. Í boði eru tímar á mánudögum – fimmtudaga frá kl. 18:30 – 21:30. Pantanir…
readMoreNews
Gærurnar við nýju stafrænu klukkuna.

Vegleg gjöf frá Gærunum

Í sumar barst íþróttamiðstöðinni vegleg gjöf frá Gærunum, en þær halda úti nytjamarkaðinum á Hvammstanga.
readMoreNews
Laus staða í leikskólanum Ásgarði

Laus staða í leikskólanum Ásgarði

Leikskólakennarar – leiðbeinendur
readMoreNews
Færð vega á Víðidalstunguheiði

Færð vega á Víðidalstunguheiði

Nú loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð en í sumar hafa þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir. Þó búið sé að opna allar leiðir eru einstaka kaflar leiðinlega mjúkir enn og vegfarendum bent á að fara með gát og ef vætutíð verður áfram er ekkert öruggt í þessum efnum. Sveitarfélagið á og rekur fimm gangnamannaskála á Víðidalstunguheiði sem eru leigðir út til gistingar og sér Júlíus Guðni Antonsson um bókanir og þjónustu við þá. Sími hans er 865 8177.
readMoreNews

Breyting á aðalskipulagi 2014 - 2026

Byggðaráð Húnaþing vestra samþykkti þann 12.júlí 2022 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 - 2026 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í fjölgun á nýjum efnistökusvæðum ásamt eldri námu við Laugarholt og er þegar raskað svæði við La…
readMoreNews
Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi.
readMoreNews
Starf í félagslegri heimaþjónustu

Starf í félagslegri heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu í 4 vikur í júlí/ágúst, starfshlutfall er 60% en gæti breyst eftir fjölda heimili. Einnig er möguleiki á ráðningu til frambúðar. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2022 og umsóknir berist á netfangið henrike@hunathi…
readMoreNews
Íbúakönnun Selasetursins

Íbúakönnun Selasetursins

Selasetur Íslands stendur fyrir könnun til að kynna sér álit samfélagsins á ferðaþjónustu og hvernig hún eigi að þróast á komandi árum. Skannaðu QR kóðann á myndinni og fylltu út spurningarlistann til að láta okkur vita um þitt álit. Hægt er að fá frekari upplýsingar um könnunina á slóðinni https…
readMoreNews