Tilkynningar og fréttir

Lógókeppni fyrir félagmiðstöðina Orion

Ungmennaráð hefur ákveðið að setja afstað lógo keppni fyrir Félagsmiðstöðina Órion. Eins og stendur er ekki til neitt Lógo fyrir Órion og þess vegna höfum við ákveðið að leita til ykkar og setja af stað smá keppni.  
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Notendur hitaveitu eru beðnir að lesa af hitaveitumælum í fasteignum sínum sem fyrst og senda til Húnaþings vestra. Senda má tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is eða hringja á skrifstofu Ráðhúss í síma 455-2400.
readMoreNews

Lóð Grunnskólans

Lóð Grunnskólans á Hvammstanga tók heldur betur góðum breytingum í haust þegar kláraðar voru framkvæmdir við hæðarmismun fyrir sunnan skólann að austanverðu.  Aðkoma og aðlaðandi umhverfi, styrkir jákvæða ímynd skólans  og notendur fá sín notið í fallegu umhverfi. Verktakarnir, Benjamín Kristinsson og Pétur Daníelsson önnuðust verkið.
readMoreNews

Frá íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra hefur nú tekið í notkun nýtt „spinning“ hjól. Hjólið er af gerðinni Life Fitness Lifecycle GX og leysir af hólmi eldra þrekhjól. Nýja tækið nýtur nú þegar nokkurra vinsælda hjá iðkendum í þrektækjasal.
readMoreNews

Sameiginleg mál- og læsisstefna leik- og grunnskóla

Skólastjórnendur leik-og grunnskóla í Austur Húnvatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskólanum á Hólmavík hafa ákveðið að  vinna að sameiginlegri mál- og læsisstefnu skólanna í samræmi við ákvæði í Aðalnámskrá leik- og grunnskóla.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

 262. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.   Dagskrá:
readMoreNews

Eldvarnarvika í Húnaþingi vestra

Brunavarnir Húnaþings vestra hafa undanfarin ár nýtt Eldvarnarvikuna sem er síðasta vika nóvembermánaðar ár hvert til þess að keyra tvö aðskilin forvarna og fræðsluverkefni á sviði brunavarna. Annars vegar er um að ræða heimsókn í leikskóla þar sem börnin fá fræðslu um eldvarnir og eru virkjuð sem aðstoðarmenn slökkviliðsins. Farið er yfir eldvarnir leikskólans, s.s. slökkvitæki, reykskynjara, ÚT-ljós ofl. einnig fara þau með verkefni heim sem þau vinna með foreldrum um eldvarnir heimilanna. Skemmtilegir leikir fyrir börn.
readMoreNews

HROSS Í ÓSKILUM

1-2 vetra gamalt hesttryppi er í óskilum á Þóreyjarnúpi í Húnaþingi vestra. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ingvari Jóhannssyni búfjáreftirlitsmanni í síma 848-0003.
readMoreNews

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016   Grundarfjarðarbær  (Grundarfjörður) Vesturbyggð (Patreksfjörður)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1043/2015 í Stjórnartíðindum
readMoreNews

Uppistand og fyrirlestur í Orion

Biggi blindi verður með uppistand og fyrirlestur um blinda og sjónskerta í félagsmiðstöðinni Oríon, föstudaginn 20. nóvermber kl. 17 Frekari upplýsingar má sjá hér
readMoreNews