Tilkynningar og fréttir

Umhverfismoli

Umhverfismoli

Í hvaða flokk fara umbúðir sem líta út eins og ál en haga sér eins og plast? Eins og td. Snakkpokar? Þessar umbúðir flokkast sem plast og skal skila með plastumbúðum í endurvinnslutunnuna. Einföld regla um muninn á plasti og áli: Ef þú krumpar pokann saman og hann þenst út aftur, þá er hann plast. Ef hann helst krumpaður saman þá er hann ál. Mikilvægt er að endurvinnsluefni sem fara í endurvinnslutunnuna séu þurr og hrein.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

277. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn þriðjudaginn 29. nóvember 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.     Dagskrá:
readMoreNews

Lögheimilis- og aðsetursbreytingar - 1.des

Lögheimilis- og aðsetursbreytingar - 1.des Nú fer sá tími að koma að þeir aðilar sem þeir sem búsettir eru í Húnaþingi vestra, en voru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins. Tilkynna á um flutning eigi síðar en sjö dögum eftir að hann á sér stað en eins og oft vill verða þá getur það farist fyrir og því eru þeir sem ekki hafa þegar gengið frá þeim málum hvattir til að ljúka því hið fyrsta eða fyrir 1.desember n.k..
readMoreNews

Með sunnudagskaffinu: Fyrirlestur á Byggðasafni

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 14:00 mun Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður, halda fyrirlestur um íslenska gull- og silfursmíði á byggðasafninu á Reykjum. Í fyrirlestrinum mun Þór leggja sérstaka áherslu á gull- og silfursmiði úr héraði en byggðasafnið varðveitir fjölda gripa frá þeim.
readMoreNews

Lagning hitaveitu í Víðidal 2016

Lagning hitaveitu í Víðidal er lokið af hálfu verktaka skv. verksamningi árið 2016.  Síðasta tenging var við veiðihúsið Tjarnarbrekku.  Starfsmenn Húnaþings vestra eru að hefja tengivinnu og er áætlað að því ljúki í lok mánaðar.  Stefnt er að því að hleypa vatni á lögnina í byrjun desember.  Verkið hefur unnist vel, 
readMoreNews

Ljósleiðari – staða framkvæmda í Húnaþingi vestra

Lagning ljósleiðara í Húnaþing vestra. Sótt var um styrk til lagningar ljósleiðara í Húnaþingi vestra í verkefnið Ísland Ljóstengt í apríl sl.  Annars vegar var sótt um styrk vegna lagningar í Miðfirði, Hrútafirði, Fitjárdal og Víðidal og hins vegar vegna lagningar um Vatnsnes.  Styrkur fékkst fyrir fyrrnefnda verkefninu en sótt verður aftur um styrk vegna Vatnsness og Vesturhóps á næsta ári.  Verkið hefur verið unnið í samstarfi við Mílu ehf.
readMoreNews

Lokað fyrir vatnsveitu

Athugið Lokað verður fyrir vatnsveitu á Garðavegi í dag 14. nóvember frá klukkan 15:00-16:00 vegna framkvæmda. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda Framkvæmda-og umhverfissvið Húnaþings vestra
readMoreNews

Fróðlegur fundur um hitamenningu í Víðidal

Þriðjudaginn 8. nóvember sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu Víðihlíð. Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi. 
readMoreNews

Störf í skólum í Húnaþingi vestra

Lausar eru eftirfarandi stöður í skólum í Húnaþingi vestra Staða leikskólakennara / leiðbeinanda, 100% starf frá 1. desember 2016. Staða stuðningsfulltrúa í grunnskóla, 100% starf frá 1. janúar 2017 Staða skólaliða í grunnskóla, 57% starf frá 1. janúar 2017
readMoreNews

Rauða kross fatagámar

Fatagámar Rauða krossins sem hafa verið staðsettir við Pakkhús Kvh verða nú fjarlægðir. Gámarnir hafa verið endurnýjaðir og eru nú á nýjum stað við Hirðu, Höfðabraut 34, Hvammstanga.
readMoreNews