Tilkynningar og fréttir

AUGLÝSING Deiliskipulag í Húnaþingi vestra, febrúar 2013

Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku eftirtalinna deiliskipulagsáætlana í Húnaþingi vestra þarf að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir að nýju. Skipulagsáætlanirnar hafa áður verið auglýstar og samþykktar í sveitarstjórn og eru þær hér með auglýstar óbreyttar sbr. samþykkt sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá 15. febrúar 2013.
readMoreNews

Deiliskipulag í Landi Dælis í Húnaþingi vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 15. febrúar 2013 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Dæli í Víðidal í Húnaþingi vestra. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með lýst eftir athugasemdum við skipulagstillöguna.
readMoreNews

Tónlistardagurinn 2013

Fimmtudaginn 21 febrúar spila nemendur á Borðeyri í Grunnskólanum kl.12:30.Föstudaginn 22.febrúar spila nemendur í Nestúni kl.10:30Í félagsheimilinu Ásbyrgi kl.14:30Í Tónlistarskólanum á Hvammstanga kl.16:00Mánudaginn 25.febrúar spila nemendur Ásgeirs Trausta og Guðmundar Hólmars í Grunnskólanum á Hvammstanga kl. 17:00. Allir eru velkomnir á þessa tónleika.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

212. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn föstudaginn 15. febrúar 2013 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews

Frá Sundlaug

Lokað verður fyrir heita pottinn og barnavaðlaugina þann 14. febrúar vegna viðgerða. Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem á sér stað. Íþrótta- og tómstundafulltrúi.
readMoreNews

Rekstrarstjóri framkvæmda og umhverfissviðs

Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra.Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Auglýsingu um starfið má lesa hér.
readMoreNews

Starfsmannastefna Húnaþings vestra

Ný starfsmannastefna hjá Húnaþingi vestra var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 17.01.2013.
readMoreNews