Tilkynningar og fréttir

Leikjanámskeið 2012

Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2006, 2005, 2004 og 2003 verður haldið dagana 29. maí – 8. júní og aftur 18. - 29. júní í Félagsmiðstöðinni Órion og verður frá kl. 08:00 – 12:00 Skráning fer fram í Ráðhúsi Húnaþings vestra sími 455 2400. Gjald fyrir hvert námskeiði er kr. 7.500- ,50% systkinaafsláttur.
readMoreNews

Leikjanámskeið 2012 starfskraftur

Starfskraft vantar við leikjanámskeið frá 29. maí til 8. júní og aftur 18. júní til 29. júní. Starfið er frá klukkan 08:00 til 12:00. Umsókn leggist í Ráðhús Húnaþings vestra f. 14 maí nk.
readMoreNews

Sumarstarfsfólk í íþróttamiðstöð óskast

Sumarstarfsfólk óskast til starfa í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Umsækjendur munu sjá um afgreiðslu, eftirlit í sundlaug og íþróttasal, þrif og fl. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi.
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga

Opnunartími um páskana...
readMoreNews

Samskiptadagur

Miðvikudaginn 28.mars verður almennur íbúafundur um jákvæð samskipti í Félagsheimilinu á Hvammstanga.  Sjá auglýsingu um jákvæð samskipti HÉR.
readMoreNews

Úthlutunarreglur styrkja vegna aksturs í dreifnám í Húnaþingi vestra

Úthlutunarreglur styrkja vegna aksturs í dreifnám í Húnaþingi vestra má lesa hér.
readMoreNews

Auglýsing um skráningu í dreifnám

Sjá má auglýsingu og upplýsingar um skráningu í dreifnám hér.
readMoreNews

Starf við Grunnskóla Húnaþings vestra

Laust er til umsóknar tímabundið starf skólaliða við Grunnskóla Húnaþings vestra. Um er að ræða 50% starf. Vinnudagar eu ½ þriðjudagur en 8 - 16 fimmtudaga og föstudaga. Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og þolinmóðum starfsmanni sem getur unnið bæði sjálfstætt og með öðrum.
readMoreNews

Grunnskóli Húnaþings vestra - Skólahreysti - Vesturlandsriðill

Eftir harða keppni við önnur lið í Vesturlandsriðli Skólahreysti, fóru leikar þannig að Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 1. sæti.  Keppnin fór fram í Íþróttahúsinu í Austurbergi og fór full rúta af nemendum með sem klapplið.  Innilega til hamingju með þennan flotta árangur!!
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

196. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews