Félagsþjónusta

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga
Sími: 455-2400
Netfang: siggi@hunathing.is
Sviðsstjóri: Sigurður Þór Ágústsson

Félagsþjónusta Húnaþings vestra hefur það að markmiði að "tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar" (Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, 1991 nr. 40). Félagsþjónusta Húnaþings vestra veitir þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tengslum við málaflokka eins og fjárhagsaðstoð, liðveislu, félagslega heimaþjónustu, dagvist aldraðra og málefni fatlaðra.

Félagsþjónustan veitir auk þess félagslega ráðgjöf, en í því getur falist að veita stuðning vegna félagslegra og persónulegra vandamála eða gefa upplýsingar um félagsleg réttindamál.

Var efnið á síðunni hjálplegt?