Þjónusta við fatlað fólk

Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra og fer með yfirstjórn málaflokksins. Nánar má lesa um þjónustu  á heimasíðu Skagafjarðar.

Nærþjónusta fyrir íbúa í Húnaþingi vestra er veitt á fjölskyldusviði. Ráðgjöf veita Henrike Wappler henrike@hunathing.is) og Sigurður Þór Ágústsson (siggi@hunathing.is)

Einn búsetukjarni er á Hvammstanga fyrir fatlaða í Grundartúni. Þar búa í 4 íbúðum einstaklingar sem veitt er sértæk þjónusta og stuðningur við heimilishald og athafnir daglegs lífs.  Forstöðumaður er Jón Ingi Björgvinsson (joningi@skagafjordur.is).

Á Hvammstanga er starfrækt hæfingarstöð. Markmiðið er að veita þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og/ eða starfsþjálfun. Áhersla er lögð á félagslega hæfingu og endurhæfingu í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar, auka hæfni fatlaðs fólks til starfa og þátttöku í daglegu lífi ásamt því að gefa fólki kost á að sækja dagþjónustu við hæfi utan heimilis. Um er að ræða margþætta þjálfun/örvun, félagslega, andlega og líkamlega. Sem dæmi um félags- hreyfi- og líkamsþjálfun má nefna sjúkraþjálfun, sund, reiðþjálfun, dagsferðir, skipulagðar gönguferðir, líkamstjáning og söng. Samvinna er við sjúkraþjálfara þegar það á við.

Var efnið á síðunni hjálplegt?