Þjónusta við fatlað fólk

Unnið er að uppfærslu upplýsinga.

Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra og fer með yfirstjórn málaflokksins. 

Hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar um þjónustuþætti laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (í vinnslu):

Fyrsta skrefið í að sækja um þjónustu er að bóka símtal hjá ráðgjafa eða nota flýtileiðir hér að neðan til að fá upplýsingar um þjónustu og sækja um rafrænt. Einnig er hægt að bóka símtal í síma 455-2400.

Nærþjónusta fyrir íbúa í Húnaþingi vestra er veitt á fjölskyldusviði. Ráðgjöf veita Henrike Wappler henrike@hunathing.is) og Sigurður Þór Ágústsson (siggi@hunathing.is). Hægt er að bóka símtal við ráðgjafa hér.

 

Til að eiga rétt á þjónustu þurfa umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eiga lögheimili í Skagafirði, Húnaþingi vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Skagaströnd.
  • Vera metnir í þörf fyrir stuðning samkvæmt reglum Skagafjarðar.
  • Foreldrar hafi forsjá með þeim börnum sem stuðningur snýr að.

 

  •  

Á Hvammstanga er starfrækt hæfingarstöð. Markmiðið er að veita þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og/ eða starfsþjálfun. Áhersla er lögð á félagslega hæfingu og endurhæfingu í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar, auka hæfni fatlaðs fólks til starfa og þátttöku í daglegu lífi ásamt því að gefa fólki kost á að sækja dagþjónustu við hæfi utan heimilis. Um er að ræða margþætta þjálfun/örvun, félagslega, andlega og líkamlega. Sem dæmi um félags- hreyfi- og líkamsþjálfun má nefna sjúkraþjálfun, sund, reiðþjálfun, dagsferðir, skipulagðar gönguferðir, líkamstjáning og söng. Samvinna er við sjúkraþjálfara þegar það á við.

Var efnið á síðunni hjálplegt?