- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Um fullt starf er að ræða með kennsluskyldu. Kennsla í hljóðfæraleik fer fram á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Næsta haust flytur tónlistarskólinn í nýtt sérhannað húsnæði, skapar flutningurinn ný og spennandi tækifæri í starfi skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Veitir tónlistarskólanum faglega forstöðu á sviði tónlistarkennslu
• Tekur virkan þátt í þróun og skipulagi skólastarfsins og á í samvinnu við sambærilegar stofnanir
• Stýrir og ber ábyrð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
• Sinnir kennslu á sínu sviði
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði tónlistar
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg
• Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun í opinberri stjórnsýslu æskileg
• Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi
• Leiðtogahæfni, metnaður og frumkvæði
• Áhugi á skólaþróun og nýjungum
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð tölvufærni
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður og með kennslu í almennri vinnuskólavinnu. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu opinna svæða og stofnanalóða sveitarfélagsins.
Flokkstjórar við Vinnuskólann. Í starfinu felst umsjón með vinnuhópum ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára og 16 ára og eldri. Tímaskráningar, tryggja að öryggisbúnaður sé notaður, Leiðbeina og vinna með ungmennunum.
Hæfniskröfur; Æskilegt er að umsækjendur séu 20. ára og eldri, reynsla af störfum með börnum og ungmennum æskileg, áhugi/reynsla af garðyrkjustörfum kostur, stundvísi og góð mæting skilyrði. Góðar fyrirmyndir og hæfni í mannlegum samskiptum eru mikilvæg.
_______________________________________
Verkamaður í áhaldahús. Starfið felst í vinnu undir stjórn rekstrarstjóra við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúsins.
Hæfniskröfur; vinnuvélaréttindi kostur og reynsla af sambærilegum störfum. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð vinnubrögð.
________________________________________
Vinnutímabil: 1. júní – 31. ágúst 2021. Daglegur vinnutími 8 stundir
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021
Umsóknir sendist á;
Vegna flokkstjóra vinnuskóla;
Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri
Netfang: ina@hunathing.is
Sími: 455-2400 & 771-4959
Vegna starfs í áhaldahúsi;
Björn Bjarnason Rekstrarstjóri
Netfang: bjorn@hunathing.is
Sími: 455-2400 & 771-4950
Húnaþing vestra óskar eftir að ráða í tímabundna stöðu áhugasaman, jákvæðan og úrræðagóðan vélamann í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Viðkomandi verður starfsmaður veitna en þarf einnig að sinna öðrum verkefnum hjá sveitafélaginu. Tímabil ráðningarinnar er frá byrjun apríl til lok september skv. nánara samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og starfsgreinasambands Íslands.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Benedikt Rafnsson, veitustjóri í síma 455-2400 og netfanginu benedikt@hunathing.is.
Umsóknum skal skila á netfangið benedikt@hunathing.is fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 11. mars nk.
Starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi skal fylgja starfsumsókn.
Húnaþing vestra auglýsir starf skipulags- og byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Hvammstanga.
Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.
Starfssvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Með umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í síma 455 2400 eða á netfanginu rjona@hunathing.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars.
Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Vegna fæðingarorlofs er laust til umsóknar tímabundið starf forstöðumanns safna í Húnaþingi vestra.
Húnaþing vestra óskar eftir að ráða afleysingu fyrir forstöðumann safna í Húnaþingi vestra í tímabundið starf, frá 1. maí nk. til 1. mars 2022. Starfið er fullt starf.
Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safna sveitarfélagsins, bókasafni, héraðsskjalasafni, byggðasafni og fjarvinnslustofu, þjónustu þess og samstarfi við aðila innan og utan sveitarfélagsins. Safnamál heyra undir fjármála- og stjórnsýslusvið sveitarfélagsins.
Starfssvið:
Menntun og hæfniskröfur:
Frekari upplýsingar um starfið gefur Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri- og stjórnsýslusviðs. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið ellajona@hunathing.is.
Umsóknarfrestur er til 25. febrúar nk.