Laus störf

 Allar lausar stöður eru auglýstar hér:

Lausar stöður við Leikskólann Ásgarð

Leikskólinn Ásgarður auglýsir lausar til umsóknar tvær tímabundnar 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinenda með möguleika á framtíðarráðningu.

 • Ein tímabundin 100% staða leikskólakennara/leiðbeinenda, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 • Ein tímabundin 100% staða leikskólakennara/leiðbeinenda, frá 1. apríl 2022
 • Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með góða íslenskukunnáttu, áhuga á að vinna með börnum og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

 

 • Leyfisbréf, háskólamenntun og/eða aðra menntun
 • Áhuga á að starfa með börnum
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Fagmennska
 • Skipulagshæfileika
 • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
 • Gleði og jákvæðni

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um störfin.

Upplýsingar um leikskólastarfið má finna á http://asgardur.leikskolinn.is/

Skemmtilegur starfsmannahópur vinnur í Ásgarði og langar okkur að fá liðsauka. Við vinnum eftir hugmyndafræði sem byggir á kenningum Mihaly Csikszentmihalyi, flæði.

Umsóknafrestur er til 1. febrúar 2021 næstkomandi. Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum skulu berast í leikskólann Ásgarð Garðavegi 7, 530 Hvt. eða rafrænt á gudny.kristin@hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Guðný Kristín Guðnadóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 451 2343 / 846 0162 eða Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 451-2343 / 891-8264 eða

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

 

Brunavarnir Húnaþings vestra

Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra óskar eftir öflugum einstaklingum til starfa. Um er að ræða störf slökkviliðsmanna sem felast í því að sinna útköllum, æfingum og öðrum verkefnum að beiðni slökkviliðsstjóra.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
Æskilegt er að umsækjendur uppfylli hæfniskröfur 13. gr. reglugerðar um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018

 • Hafi góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd
 • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu (má víkja frá í undantekningartilfellum)

Að auki er æskilegt að starfandi slökkviliðsmenn uppfylli eftirtalin skilyrði:

 • Aukin ökuréttindi C til að stjórna vörubifreið
 • Standast læknisskoðun og þrekpróf
 • Hafa jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
 • Menntun og/eða reynsla af starfi slökkviliðs- og/eða sjúkraflutningamanna er kostur
 • Vilji til að afla sér viðeigandi menntunar slökkviliðsmanna

Fylgiskjöl með umsókn:

Prófskírteini, sakavottorð, ljósrit af ökuskírteini og ferilsskrá.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á netfangið slokkvistod@hunathing.is Nánari upplýsingar gefur Jóhannes Kári Bragason slökkviliðsstjóri í síma 695 1168.

Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2022.

 

Störf hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra

 

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra leitar að starfsmanni í afleysingu í félagslegri heimaþjónustu frá janúar 2022.

Þetta er fjölbreytt starf sem felst m.a. í léttum þrifum, innkaupum og aðstoð heima fyrir.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með öldruðum einstaklingum og er góður í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegu starfi.

Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri, hafa góða íslenskukunnáttu og þarf að vera með bílpróf.

Heimili þjónustuþega eru bæði á Hvammstanga og í dreifbýli.

 

Einnig vantar starfsmann í 50 % starf stuðningfulltrúa í dreifnám við FNV.

Dreifnámið er staðsett á neðri hæð Félagsheimilisins Hvammstanga, starfið felst í að styðja ungmenni við nám í framhaldsskóla. Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum.

 

Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.

 

Nánari upplýsingar gefa

Hennrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi, henrike@hunathing.is

eða

Jenný Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, jenny@hunathing.is

eða í síma 452400

Var efnið á síðunni hjálplegt?