Laus störf

 Allar lausar stöður eru auglýstar hér:

Starf í félagslegri heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu í 4 vikur í júlí/ágúst, starfshlutfall er 60% en gæti breyst eftir fjölda heimila. Einnig er möguleiki á ráðningu til frambúðar.

Heimaþjónusta er fjölbreytt starf sem felst m.a. í léttum þrifum, innkaupum og aðstoð heima fyrir hjá eldri borgurum og öryrkjum.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með öldruðum einstaklingum og er góður í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri, hafa góða íslenskukunnáttu og þarf að vera með bílpróf og umráð yfir bíl.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2022 og umsóknir berist á netfangið henrike@hunathing.is.

Upplýsingar um starfið veitir Henrike Wappler, félagsráðgjafi í síma 455 2400 eða henrike@hunathing.is.

Staða skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra laus til umsóknar.

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Um 80-100% starf er að ræða með kennsluskyldu. Kennsla í hljóðfæraleik fer fram á grunn-, mið- og framhaldsstigi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veitir tónlistarskólanum faglega forstöðu á sviði tónlistarkennslu
 • Tekur virkan þátt í þróun og skipulagi skólastarfsins og á í samvinnu við sambærilegar stofnanir
 • Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
 • Sinnir kennslu á sínu sviði

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði tónlistar
 • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun í opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi
 • Leiðtogahæfni, metnaður og frumkvæði

Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar kostur

 • Áhugi á skólaþróun og nýjungum
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð tölvufærni
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2022. Umsókn skal berast sveitarstjóra Húnaþings vestra á netfangið rjona@hunathing.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri á netfanginu rjona@hunathing.is eða í síma 455 2400.

 

 

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra auglýsir tvö störf 80-100% laus til umsóknar.

Um er að ræða eina 100% stöðu í sumarafleysingum frá og með 1.júlí 2022 og eina 80% stöðu til frambúðar frá 1.september 2022.

Leitað er að einstaklingum sem hafa :
- ríka þjónustulund.
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.
- góða hæfni í mannlegum samskiptum.
- reynslu af sambærilegum störfum.
- þekkingu á skyndihjálp og getu til að standast kröfur sem gerðar eru til sundlaugarvarða.

Lýsing á starfinu:

Starfið felur í sér viðveru samkvæmt vaktavinnuplani. Í starfinu felst meðal annars öryggisgæsla á útisvæði og í búningsklefum, þrif á öllum vistaverum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar, uppgjör, þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar og eftirlit með öryggiskerfum.

Umsækendur skulu vera orðnir 18 ára og æskilegt er að viðkomandi standist stöðupróf í sundi.

Vinnutími: Vaktavinna

Launarkjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitafélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.

Umsóknir ásamt ferilskrá og umsagnaraðila sendist á netfangið tanja@hunathing.is. Nánari upplýsingar veittar í sama netfangi.

Umsóknarfrestur er til 24.júní 2022

 

Kennari óskast

Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi í Grunnskóla Húnaþings vestra frá og með 1. ágúst 2022 um er að ræða 70-75% starf.

Skólinn leggur áherslu á jákvæðan aga, byrjendalæsi og leiðsagnarnám.

Við leitum að einstaklingi með:

 • tilskilda menntun
 • áhuga á að starfa með börnum
 • lipurð í mannlegum samskiptum
 • skipulagshæfileika
 • hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
 • gott vald á íslensku skilyrði

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi FG og SNS. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans www.grunnskoli.hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2022. Umsóknir skulu berast rafrænt á netfangið eydisbara@skoli.hunathing.is

Hreint sakavottorð, stundvísi og fagmennska er skilyrði sem og áhugi, metnaður og jákvætt viðhorf.

Frekari upplýsingar veitir Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri í síma 455-2900 / 861-7769.

 

Við leikskólann Ásgarð eru lausar stöður

 • Tvær 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinenda tímabundin ráðning til 4. júlí 2023 með mögleika á framtíðarstarfi.

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með góða íslenskukunnáttu, áhuga á að vinna með börnum og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

 • Leyfisbréf, háskólamenntun og/eða aðra menntun
 • Áhuga á að starfa með börnum
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Fagmennska
 • Skipulagshæfileika
 • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
 • Gleði og jákvæðni

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um störfin.

Upplýsingar um leikskólastarfið má finna á http://asgardur.leikskolinn.is/

Hugmyndafræði skólans byggir á kenningum Mihaly Csikszentmihalyi, flæði.

Umsóknafrestur er til 20. júní næstkomandi og og mun viðkomandi hefja störf 11. ágúst. Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum skulu berast í leikskólann Ásgarð Garðavegi 7, 530 Hvt. eða rafrænt á leikskoli@hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Kristinn Arnar Benjamínsson, 451-2343 eða 845-1122

 

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

Starf við Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Tónlistarskóli Húnaþings Vestra

Tónlistarskóli Húnaþings Vestra á Hvammstanga auglýsir 75% starf píanókennara frá og með ágúst 2022.

Hæfnis- og menntunarkröfur

 • Framúrskarandi píanókunnátta, góð færni í samskipti við börn á öllum aldri og hæfileiki til að veita þeim innblástur.

 • Töluverð reynsla af píanókennslu fyrir unga nemendur, byrjendur og lengra komna.

 • Góð þekking á Aðalnámskrá tónlistarskóla.

 • Þekking og reynsla í aðlögun kennslu að nemendum með margvíslegar uppeldis-, hegðunar-, líkamlegar og tilfinningalegar þarfir.

 • Færni í samþættingu tónfræði og tónheyrn í kennslustundum á aðlaðandi og skapandi hátt.

 • Kennsluréttindi.

Í starfinu felst einnig samleikur með lengra komnum söngnemendum í söngkennslu og að spila undir/með fyrir nemendur sem þurfa á því að halda fyrir próf og tónleika. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður stjórni starfsmannakór tónlistar- og grunnskóla og söngæfingu fyrir öll börn í grunnskólanum tvisvar í viku.

Hreint sakavottorð, stundvísi og fagmennska er skilyrði sem og áhugi, metnaður og jákvætt viðhorf.

Vinnutími er samkvæmt skóladagatali ár hvert og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags Tónlistarskólakennara.

Frekari upplýsingar veitir María Gaskell skólastjóri tónlistarskóla í síma 771 4969 eða maria@skoli.hunathing.is

Umsóknir skulu berast á netfangið maria@skoli.hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2022.

 

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í skólaþjónustu og almennri félagsþjónustu.

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf í skólaþjónustu og almennri félagsþjónustu. Starfshlutfall er 75% með starfsstöð á Hvammstanga.

Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi og hluti starfsins er viðvera og ráðgjöf í skólum Húnaþings vestra. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og færni til að vinna með börnum.

Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag sem leggur metnað í að veita góða persónumiðaða þjónustu.

Helstu verkefni eru:

 • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna í skóla- og félagsþjónustu sem og málefni fatlaðra.
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna barna og fjölskyldna þeirra.
 • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum.
 • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi með skólum, heilbrigðisstofnunum, lögreglu og öðrum sem koma að málefnum barna og fjölskyldna þeirra.
 • Önnur verkefni sem sviðsstjóri felur viðkomandi og falla undir sviðið.

Menntun:

 • Starfsréttindi félagsráðgjafa.
 • Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2022 og umsóknir berist á netfangið siggi@hunathing.is.

Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Þór Ágústsson, siggi@hunathing.is eða í síma 4552900.

 

Staða búfjáreftirlitsmanns Húnaþing vestra laus til umsóknar

Búfjareftirlitsmaður annast eftirlit með lausagöngu búfjár í Húnaþingi vestra þar sem lausaganga búfjár hefur verið bönnuð. Um er að ræða vegsvæði Hringvegar / þjóðvegar 1, Hvammstangavegar nr. 72 og hluta Miðfjarðarvegar nr. 704 þ.e. norðan þéttbýlis á Laugarbakka.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl nk. og skulu umsóknir berast sveitarstjóra á netfangið rjona@hunathing.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið.

Sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?