
Leigufélagið Bústaður hses.
Leigufélagið Bústaður hses. var stofnað árið 2019. Félagið fékk samþykkta úthlutun stofnframlaga auk sérstaks byggðaframlags til byggingar á 6 íbúðum til langtímaleigu á Hvammstanga. Markmið leigufélagsins með byggingu almennra íbúða er að bæta úr brýnni þörf á íbúðarhúsnæði í Húnaþingi vestra og um leið bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu. Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr 52/2016 og reglur um stofnframlög.
Í eigu félagsins eru sex þriggja herbergja íbúðir að Lindarvegi 5 á Hvammstanga og er stærð hverrar íbúðar 93 fermetrar. Íbúðirnar voru teknar í notkun í lok árs 2019 og byrjun árs 2020.
Lausar íbúðir eru auglýstar á vef Húnaþing vestra hverju sinni.