Sorphirða og endurvinnsla

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga
Sími: 455-2400
Umhverfisstjóri: Ína Björk Ársælsdóttir
Netfang: umhverfisstjori@hunathing.is

Sorphirða í Húnaþingi vestra er með þeim hætti að tvær tunnur eru við hvert heimili í þéttbýli og dreifbýli. Önnur tunnan er fyrir almennt heimilissorp og hin tunnan fyrir endurvinnsluefni. Tæming á tunnunum fer fram á þriggja vikna fresti allt árið um kring, fyrir utan í júlí og ágústmánuði þar sem tæming er á tveggja vikna fresti.

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. annast sorphirðuna fyrir sveitarfélagið og býður einnig fyrirtækjum og rekstraraðilum ýmsar lausnir varðandi sorphirðu og ílát. Allar upplýsingar eru gefnar hjá SVHí síma: 452-2958. 

Í dreifbýli eru sorpkör fyrir almennan heimilisúrgang, körin eru ætluð sumarhúsaeigendum og eigendum húsa þar sem ekki er föst ábúð. körin eru staðsett við Hamarsrétt, Þverá, við Hvol(Grundarárbrú), Faxalæk, Hvarf, Fitjárdalsafleggjara, Melstað, við Ormsá-Hrútafirði, tjaldsvæðið á Borðeyri og gömlu símstöðina í Brú.

Urðunarstaður sveitarfélagsins er í Stekkjarvík í Austur-Húnavatnssýslu.

SORPHIRÐUDAGATAL 2018

Hirða gámastöð er staðsett á Höfðabraut 34 a, á Hvammstanga og þar er tekið við úrgangi frá fyrirtækjum og almenningi samkv. gjaldskrá. Á girðingu stöðvarinnar eru lúgur fyrir endurvinnsluefni, sem alltaf eru opnar. Endurvinnsluefni sem ekki rúmast í endurvinnslutunnum við heimilin er hægt að koma með á opnunartíma stöðvarinnar eða setja í lúgur.

Opnunartíma Hirðu má sjá HÉR

Landbúnaðarplast

Miðað er við að landbúnaðarplast sé sótt á sveitabæi þrisvar ári og er miðað við í apríl, ágúst og desember. Það þarf að skrá sig fyrir þjónustunni í hvert skipti. Auglýst er í sjónaukanum og á heimasíðunni þegar skráning fer fram.

Handbók sem er aðgegnileg HÉR er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um flokkun, endurvinnslu og sorphirðu í sveitarfélaginu. Handbókinni var dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?