Menntastefna Húnaþings vestra

Formleg vinna við mótun nýrrar menntastefnu fyrir Húnaþing vestra hófst haustið 2020 á miklum umbrotatímum þar sem alheimsfaraldur og samkomutakmarkanir réðu ríkjum. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir var ráðin verkefnisstjóri og setti saman teymi sem var skipað fulltrúum skólastofnana, fræðsluráðs og frístundar. Teymið var verkefnastjóra til leiðsagnar í mótun menntastefnunnar og fundir haldnir reglulega.

Stefnan gildir um allt skólastarf í Húnaþingi vestra og nær því yfir leik-, grunn- og tónlistarskóla auk frístundastarfs. Einnig var haft samráð við félagsmiðstöð, íþróttastarf og dreifnám við mótun stefnunnar.

Menntastefna Húnaþings vestra er afrakstur fjölþættrar samvinnu fag og hagsmunaaðila í Húnaþingi vestra. Fjölmargir höfðu beina aðkomu að gerð stefnunnar meðal annars starfsfólk skóla, foreldrar og nemendur í gegnum bekkjarþing, ungmennaráð, öldungaráð, íbúar og að lokum sveitarstjórn og er þeim öllum þakkað kærlega fyrir framlag sitt.

Menntastefnu Húnaþings vestra er ætlað að vera lifandi stefna sem tekur breytingum í takt við þarfir, lög og reglur hverju sinni. Hún er fyrst og fremst stefnumörkun um framtíðarsýn sveitarfélagsins og út frá henni eru lagðar fram árlegar framkvæmdaáætlanir.

23. apríl 2023

Menntastefna í heild.

Menntastefna - stutt yfirlit.

Var efnið á síðunni hjálplegt?