Byggingarmál

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga
Sími: 455-2400
Skipulags- og byggingarfulltrúi: Bogi Kristinsson Magnusen
Netfang: 
bogi.kristinsson(hjá)hunathing.is

Starfsmaður byggingarfulltrúa: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Netfang: elisa.sverrisdottir(hjá)hunathing.is

Embætti byggingarfulltrúa er starfrækt samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og tengdum lögum og reglugerðum.

Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag.

 Um minniháttar framkvæmdir og breytingar sem undanþegnar eru byggingarleyfi má lesa í gein 2.3.5. byggingarreglugerðar. Undanþegnar framkvæmir geta samt verið tilkynningarskyldar skv. grein 2.3.6.

 Byggingarleyfi er gefið út þegar byggingaráform hafa verið samþykkt, séruppdráttum hefur verið skilað og byggingarstjóri og meistarar hafa staðfest ábyrgð sína.

 Auk útgáfu byggingarleyfa annast byggingarfulltrúi yfirferð hönnunargagna, skráningu byggingarstjóra og meistara, úttektir á byggingartíma, fasteignaskráningu, yfirferð eignaskiptayfirlýsinga og gefur umsagnir vegna rekstrarleyfa vegna gisti- og veitingaleyfa.

 Þá varðveitir byggingarfulltrúi uppdrætti af húsum í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast ljósritað eða skannað afrit af þeim.

 Byggingafulltrúi veitir fúslega faglegar ráðleggingar bæði í viðtals- og símatímum.

Hér eru lög um mannvirki 160/2010 

Hér eru skipulagslög  123/2010 

Hér er byggingarreglugerð 112/2012

Hér er skipulagsreglugerð 90/2013

Var efnið á síðunni hjálplegt?