Umsókn um garðslátt

Reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja


1. gr. Réttur til garðsláttar
Rétt til garðsláttar eiga:
 Ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili í Húnaþingi vestra, sem hafa fasta búsetu í eigninni og geta ekki hirt lóðir sínar hjálparlaust.
 Þjónustan er eingöngu veitt þar sem allir heimilismenn eru ellilífeyris- og/eða örorkulífeyrisþegar.
 Ekki er veitt þjónusta þar sem aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri geta annast slátt.
2. gr. Umsóknir og umsjón
Umsóknir um garðslátt skulu berast á skrifstofu Húnaþings vestra á eyðublöðum sem þar fást
eða rafrænt á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefsíðu sveitarfélagsins. Fjölskyldusvið ber ábyrgð á meðferð og afgreiðslu umsókna um þjónustu. Skipulag og framkvæmd þjónustunnar er á höndum umhverfisstjóra Húnaþings vestra
3. gr. Fjöldi slátta og stærð lóða
Þjónustuþegar geta óskað eftir slætti þrisvar sinnum yfir sumarið, tímabilið júní – ágúst ár hvert. Þjónustan felst í því að grasflatir innan skilgreindra lóðarmarka er slegnar og gras hirt og fjarlægt. Ekki er boðið upp á áburðagjöf, beðahreinsun eða önnur garðyrkjustörf. Grasflatir skulu vera aðgengilegar fyrir slátt. Einungis er slegið þegar um er að ræða einbýlishús, parhús eða raðhús.
4. gr. Gjaldskrá
Gjald fyrir garðslátt miðast við gjaldskrá Húnaþings vestra hverju sinni og er innheimt í lok sumars.
Árið 2021:
 Lítill garður (allt að 250 m2) kr. 7.500
 Meðalstór garður (allt að 450 m2) kr. 10.200
 Stór garður (allt að 650 m2) kr. 13.100


Samþykkt á 1094. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 28. júní 2021

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?