Vinnuskólinn og sláttu- og garðyrkjuhópur 2020

 Vinnuskóli fyrir 13-17 ára ungmenni.

Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 3. júní 2020

Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00. Verkbækistöðvar verða í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14 á Hvammstanga og á Borðeyri.

Mögulega verðar gerðar breytingar á fyrirkomulagi vinnuskóla,
komi fram nýjar upplýsingar vegna covid-19.

 Aldur, laun og vinnutímabil

Aldur: Ungmenni fædd árið 2007 (7.b)
Laun: 561 kr á tímann
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 4 vikur frá kl. 8:30-12:00 
 
Aldur: Ungmenni fædd árið 2006 (8.b)
Laun: 624 kr á tímann
Vinnutímabil: Hafa kosta á að vinna í 5 vikur.
 
Aldur: Ungmenni fædd árið 2005 (9.b)
Laun: 832 kr á tímann
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 7 vikur.
 
Aldur: Ungmenni fædd árið 2004 (10.b)
Laun: 1410 kr á tímann með orlofi.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 8 vikur.
Hafa kost á að starfa í sláttu-og garðyrkjuhóp.
 
Aldur: Ungmenni fædd árið 2003- 17. ára
Laun: 1880 kr á tímann með orlofi.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 8 - 10 vikur. 
Hafa kost á að starfa í sláttu-og garðyrkjuhóp.
 

Mikilvægt er að það komi fram ef sé um ofnæmi, sérþarfir eða einhverskonar frákvik að ræða, sem gott væri fyrir flokkstjóra vinnuskólans að vita.

Innritun er hafin og fylla forráðamenn út eyðublað HÉR fyrir 25. maí nk.

Sumarvinna útiverkefni 2020 - 18 ára og eldri
Sumarvinna við grasslátt og almenn garðyrkjustörf undir stjórn flokkstjóra. 
Vinnan felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og annað tilfallandi, ef svo ber undir. 

Vinnutímabil: 8-10 vikur eða eftir samkomulagi
Laun fyrir 18 ára og eldri, samkv. kjarasamningum Samstöðu. 
Vinnutími: 8:30-16:00 alla virka daga(eða eftir samkomulagi), á föstudögum er unnið til hádegis. 

Krafist er stundvísi, ástundunar og reglusemi. 
Sótt er um starf í sláttuhóp HÉR fyrir 18. maí 2020.

Frekari upplýsingar gefur;

Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra
Sími: 
455-2400 og 771-4959
Netfang:
umhverfisstjori@hunathing.is

Upplýsingar um laun gefur Helena Halldórsdóttir launafulltrú, helena@hunathing.is

 Var efnið á síðunni hjálplegt?