Vinnuskóli Húnaþings vestra 2025 stendur til boða fyrir 13-17 ára ungmenni
sem lögheimili hafa í Húnaþingi vestra eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.
Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00.
Verkbækistöð er í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14 á Hvammstanga.
Aldur, laun og vinnutímabil 2025
Aldur: Ungmenni fædd árið 2012 (7.b).
Laun: 797 kr. á tímann.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 4 vikur af 6 vikum sem í boði eru, fyrir hádegi frá 10. júní - 18. júlí.
Sveigjanleikinn á vali á vikum er vegna möguleika árgangs 2012 að taka þátt í Krakkasveiflunni (verður auglýst fljótlega).
Aldur: Ungmenni fædd árið 2011 (8.b).
Laun: 886 kr. á tímann.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 5 vikur frá 10. júní - 14. júlí.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2010 (9.b).
Laun: 1.181 kr. á tímann.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 6 vikur frá 10. júní - 21. júlí.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2009 (10.b).
Laun: 1.919 kr. á tímann auk 13,04% orlofs.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 7 vikur frá 10. júní - 28. júlí.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2008 – 17 ára.
Laun: 2.214 kr. á tímann auk 13,04% orlofs.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 8 vikur frá 2. júní - 28. júlí.
Innritun er hafin og fylla forráðamenn út eyðublað, HÉR fyrir 18.maí, hvort sem er fyrir vinnuskóla eða slátturhóp.
Mikilvægt er að í skráningu komi fram ef um ofnæmi, sérþarfir eða einhverskonar frákvik er að ræða, sem gott væri fyrir flokkstjóra vinnuskólans að vita.
Ungmennum 14-17 ára stendur til boða að aðstoða á leikskólanum, í sumarfrístund og mögulega við íþróttaæfingar (viðræður um það eru enn í gangi). Hægt er að merkja sérstaklega við það í umsóknarferli og ræðst það af ásókn hvernig sú aðstoð verður sett upp nákvæmlega og hvaða tími verði í boði fyrir hvern árgang. Forgang hafa eldri ungmennin og/eða ungmenni með reynslu.
Frekari upplýsingar gefur Þorgils Magnússon eignir@hunathing.is