Laugarbakki

Laugarbakki  er lítið þorp sem stendur nærri þjóðveginum ofan við Miðfjarðará í landi Reykja. Þar er jarðhiti og kemur upp nægt heitt vatn sem er nýtt fyrir þorpið, þéttbýlið á Hvammstanga, stórann hluta Miðfjarðar og Víðidal.  Hótel Laugarbakki er 56 herbergja þriggja stjörnu hótel með íþróttahúsi og ráðstefnusal. Á staðnum er einnig rekið Handverkshúsið Langafit í tengslum við félagsheimilið Ásbyrgi. Þar er snoturt tjaldsvæði er býður upp á marga möguleika, t.d. fyrir ættarmót. Yfir sumarið er opinn greiðfær vegur upp úr Miðfirði allt fram að Arnarvatni en þar eru seld veiðileyfi og víða hægt að veiða silung í ám og vötnum á heiðinni. Grettisból stendur norðast í þorpinu og samanstendur af gömlu verkstæði og útisvæði. Í Grettisbóli er rekinn sveitamarkaður á sumrin þar sem selt er þjóðlegt handverk úr héraðinu og matvæli beint frá býli. Við Grettisból er einnig fallegt útisvæði með víkingaþema tengt Grettis sögu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?