Íþrótta- og félagsstarf

Ungmennafélagið Kormákur býður upp á íþróttaæfingar af ýmsu tagi, þar má nefna;

Tímatafla fyrir árið 2017 má finna HÉR

Knattspyrna allt árið um kring. Æft er úti á knattspyrnuvellinum í Kirkjuhvammi yfir sumartímann en inni í íþróttamiðstöðinni yfir vetrartímann. Einnig er sparkvöllurinn við grunnskólann notaður ef svo ber undir. 

Íþróttaskóli - Boðið eru upp á íþróttaskóla fyrir 1-4 bekk.

Frjálsar íþróttir - Boðið eru upp á æfingar í frjálsum íþróttum fyrir 10-16 ára ungmenni.

Blak - Fyrir fullorðna tvö kvöld í viku.

Badminton - Boðið er upp á badmintonæfinar frá 10 ára aldri. Fyrir fullorðna eru badmintonæfingar tvö kvöld í viku.

Fimleikar - Boðið er upp á fimleikaæfingar í íþróttamiðsöðinni yfir vertartímann. Æfingarnar eru ætlaðar börnum á síðasta ári í leikskóla og upp alla skólagönguna.

Körfuknattleikur - Boðið er upp á körfuboltaæfingar frá 10 ára aldri. Fyrir fullorðna eru körfuboltaæfingar tvö kvöld í viku.

Sund - sundæfingar fyrir 6-16 ára í sundlauginni á Hvammstanga tvisar sinnum í viku.

HÉR á facebook síðu Kormáks má nálgast frekari upplýsingar um íþróttastarfið.

Jiu-Jitsu - Boðið er upp á æfingar tvisvar sinnum í viku.

Hestamannafélagið Þytur býður upp á ýmis námsskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna í aðstöðu sinni í Reiðhöllinni Þytsheimum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíu félagsins HÉR.

Ýmis félagasamtök í Húnaþingi vestra sem bjóða upp á félags- og tómstundastarf;

 • Karlakórinn Lóuþrælar
 • Kvennakór Lillukórinn
 • Kirkjukór Hvammstangakirkju
 • Kirkjukór Melstaðarkirkju
 • Kvenfélagið Björk Hvammstanga
 • Kvenfélagið Freyja Víðidal
 • Kvenfélagið Iðja, Miðfirði
 • Kvenfélagið Ársól, Vesturhópi
 • Kvenfélag Staðarhrepps
 • Kvenfélagið Iðunn, Bæjarhrepp
 • Félag eldri borgara
 • Lionsklúbburinn Bjarmi
 • Soroptimistar
 • Björgunarsveitin Húnar
 • Skákfélag
 • Leikflokkurinn 
 • Húnaklúbburinn

Ef þið hafið vitneskju um fleiri félög eða félagsskap, er hægt að senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is og því verður bætt á listann.

Var efnið á síðunni hjálplegt?