- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
Ungmennafélagið Kormákur býður upp á íþróttaæfingar af ýmsu tagi, þar má nefna;
Sjá facebook síðu Kormáks HÉR
Sjá tímatöflu íþróttamiðstöðvar 2019 HÉR
Knattspyrna allt árið um kring. Æft er úti á Kirkjuhvammsvelli yfir sumartímann en inni í íþróttamiðstöðinni yfir vetrartímann. Einnig er sparkvöllurinn við grunnskólann notaður ef svo ber undir.
Íþróttaskóli - Boðið eru upp á íþróttaskóla fyrir 1-4 bekk.
Frjálsar íþróttir - Boðið eru upp á æfingar í frjálsum íþróttum fyrir 10-16 ára ungmenni.
Blak - Fyrir fullorðna tvö kvöld í viku.
Badminton - Boðið er upp á badmintonæfinar frá 10 ára aldri. Fyrir fullorðna eru badmintonæfingar tvö kvöld í viku.
Boccia - Boðið er upp á boccia alla laugardaga.
Fimleikar - Boðið er upp á fimleikaæfingar í íþróttamiðsöðinni yfir vertartímann. Æfingarnar eru ætlaðar börnum á grunnskólaaldri.
Körfuknattleikur - Boðið er upp á körfuboltaæfingar frá 10 ára aldri. Fyrir fullorðna eru körfuboltaæfingar tvö kvöld í viku.
Sund - Sundæfingar fyrir 6-16 ára í sundlauginni á Hvammstanga tvisar sinnum í viku.
Hestafimleikar - Hestamannafélagið Þytur býður upp á hestafimleika auk ýmissa námsskeiða fyrir börn, unglinga og fullorðna, m.a. í aðstöðu sinni í Reiðhöllinni Þytsheimum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíu félagsins HÉR.
Ýmis félagasamtök í Húnaþingi vestra bjóða upp á félags- og tómstundastarf, má nefna;
Ef þið hafið vitneskju um fleiri félög eða félagsskap, er hægt að senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is og því verður bætt á listann.