Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna (í vinnslu)

Samþætting þjónustu í þágu farsældar 

Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Með lögunum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið og/eða málstjóra í nærumhverfi barnsins. Börn og fjölskyldur geta snúið sér til tengiliðar sem leiða mál áfram. Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára og sams konar þjónusta er í boði fyrir foreldra á meðgöngu.

Þjónusta við börn er stigskipt í þrjú stig.

Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt.
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.

Annað stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns.
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun ofl.

Þriðja stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns.
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.

Húnaþing vestra hefur unnið að innleiðingu laganna í samvinnu við þjónustuaðila og geta foreldrar/forráðamenn  nú sótt um samþætta þjónustu:

a) Óskað eftir viðtali við tengilið farsældar sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í ferli.

Tengiliðir farsældar í Húnaþingi vestra eru:

b) Sótt um þjónustuna í íbúagátt (í vinnslu) á heimasíðu Húnaþings vestra.

Hér má nálgast verklag um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna í Húnaþingi vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?