Kynning - Kirkjuhvammur

Starfshópurinn sem hefur unnið að framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi hefur tekið saman þær áherslur og ábendingar sem komið hafa fram eftir samtöl við hagsmunaaðila og ábendingar frá íbúum varðandi svæðið.

Starfshópnum var ætlað að vinna með hugmyndir innan skipulagsmarka gildandi deiliskipulags fyrir Kirkjuhvamm.

Íbúar hafa nú tækifæri til að kynna sér það sem fram hefur komið og koma með ábendingar um það sem fram kemur hér að neðan, fyrir 26. apríl nk.;

Starfshópurinn skilar svo hugmyndum og tillögu að forgangsáætlun til sveitarstjórnar.

(Fram kemur í deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm að eitt af markmiðum deiliskipulagsins „er að byggja upp fjölbreytta aðstöðu fyrir útvistar- og íþróttastarfssemi fyrir mismunandi þarfir“)

Íþróttaaðstaða í Kirkjuhvammi – fyrir skipulagt íþróttastarf barna, ungmenna og fullorðinna.

Samstaða var um mikilvægi uppbyggingar á aðstöðuhúsi við knattspyrnuvöllinn í Kirkjuhvammi.

Aðstöðuhús/Klúbbhús við íþróttaleikvang – með búningsaðstöðu, fjölnota sal og áhaldageymslu.

Aðgerðir:
Aðkallandi verkefni. Engin viðunandi aðstaða er nú til staðar hvorki til að verja þann búnað sem til er né aðstaða fyrir þjálfara, iðkendur og aðra.

(Í deiliskipulaginu kemur fram að sameiginlegt klúbbhús fyrir íþróttaleikvang og golfvöll er við norðaustur enda knattspyrnuvallar. Hámarksstærð klúbbhússins er 250fm2)

Einnig kom fram áhersla um bætta frjálsíþróttaaðstöðu í Kirkjuhvammi. Sú frjálsíþróttaaðstaða sem áður var til staðar vék fyrir knattspyrnuvelli á sínum tíma.

Frjálsíþróttaaðstaða
Aðgerðir:

  • Teikna upp frjálsíþrótta hringinn að nýju umhverfis knattspyrnuvöllinn
  • Kostnaðarmat á tartan efni á 100 metra braut að austanverðu
  • Kostnaðarmat á tartan efni inn í bogann að norðan m. úrtökum fyrir kúluvarp/kringlu og spjótkast.

(Í deiliskipulaginu kemur fram að stærð frjálsíþróttavallar skal vera í samræmi við reglur FRÍ.)

Strandblakvöllur – margar ábendingar komu um strandblakvöll á svæðinu sem myndi m.a nýtast þeim fjöldi barna og fullorðina sem æfa blak í sveitarfélaginu sem og öðrum íbúum og gestum tjaldsvæðisins. Slíka velli má sjá víða um land.
Aðgerðir:

  • Kanna staðsetningar - Hugmynd að staðsetningu í útjaðri skógræktarinnar á skjólríku svæði ca 100 metra fyrir ofan bílastæði fyrir ofan kirkju, norðan við gömlu réttina.
  • Skoða aðgengi, útfærslu og stærð vallar
  • Kostnaðarmat

Önnur atriði sem komu varðandi íþróttastarfið voru yfirbyggð stúka, yfirbyggt fjölnota hús til æfinga og fl.

Afþreying/útivistarmöguleikar

Frisbí/Folf völlur – margar ábendingar komu fram um frisbígolfvöll í skógræktinni. Frisbí er íþrótt/afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Vellir eru komnir upp víða um land.
Aðgerðir:

  • Kortleggja/teikna völl á svæðinu
  • Kostnaðarmat og kaup á körfum.

Gönguleiðir – Ýmsar ábendingar komu varðandi gönguleiðir á svæðinu. Margir leggja leið sína meðfram Hvammsá að Snældukletti, Skógarmannsgili og jafnvel fleiri svæða ofan Kirkjuhvamms. Leiðirnar eru ekki stikaðar/merktar og því ekki fyrir ókunnugaa að ganga að þessum stöðum en eru mjög fallegar leiðir.
Aðgerðir:

  • Kortlagning og upplýsingaskilti með gönguleiðum
  • Stikur/merkingar á leiðirnar

Ábendingar komu einnig um áframhaldandi lýsingu við göngustíg frá vaði að tjaldsvæði/Kirkjuhvammskirkju sem og söguskilti á þeirri leið.

(Í deiliskipulaginu kemur fram að fjölbreyttar gönguleiðir liggja um svæðið m.a. frá Hvammstanga og upp með Syðri-Hvammsá og Nyrðri-Hvammsá. Gönguleiðum er ætlað að tengja saman mismunandi svæði innan deiliskipulagssvæðisins og þaðan lengri leiðum upp til fjalla og í næsta nágrenni.)

Reiðleiðir – Fram kom áhugi um fleiri reiðleiðir í Kirkjuhvammi.
Aðgerðir:

  • Kanna möguleika á að skilgreina fleiri reiðleiðir í útjaðri útivistarsvæðisins og búa til „hringleið“.

(Í deiliskipulaginu kemur fram að reiðstígakerfið tengi saman reiðhöll, hesthúsahverfi og hestaíþróttasvæði og reiðleiðir um Vatnsnesið)

Leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur – Fram komu ábendingar um að efla leiksvæðin á tjaldsvæðinu eða setja upp nýjan leikvöll á efsta/austasta tjaldsvæðinu.

Gönguskíðaspor – hugmyndir komu fram um gönguskíðaspor í Kirkjuhvammi
Aðgerðir:

  • Athuga með að skilgreina svæði fyrir gönguskíðaspor.
  • Almenningur/félagasamtök gætu fengið skilgreint svæði til að gera brautir.

Golfvöllur – Fram kom áhugi um að halda áformum um golfvöll áfram inni á deiliskipulaginu. Golfvöllur er á gildandi deiliskipulagi og eru ýmis gögn til sem nýtast ættu við framkvæmdir ef að forsendur verða síðar fyrir hendi að fara í þá uppbyggingu.

Hjólabrettarampur – fram komu hugmyndir um hjólabrettaramp á svæðinu en þó er verið að kanna fleiri svæði sem mögulega gætu hentað betur. Gæti verið staðsettur á plani sunnan við æfingaknattspyrnuvöll.

Hundasvæði afgirt, - Margar ábendingar komu fram varðandi afgirt hundasvæði. Það er greinilega áhugi fyrir slíku enda hundaeign aukist á Hvammstanga á síðustu árum. Lausaganga hunda er bönnuð innan marka þéttbýlisins og væri gott að geta boðið upp á sérstakt skilgreint hundasvæði á Hvammstanga.
Aðgerðir:

  • Athuga hvort það rúmist með góðu móti innan marka deiliskipulagsins í Kirkjuhvammi. Þarf að skoða nánar.
  • Athuga einnig með önnur svæði t.d á ásnum/ofan ásbrautar eða við Höfðaklett

Önnur viðfangsefni í Kirkjuhvammi

Kirkjuhvammskirkja – kirkjugarður

  • Fyrirhugað er að endurnýja timburgirðingu umhverfis kirkjugarðinn.
  • Á núverandi deiliskipulagi er stækkun garðsins áætluð um 20 metra til vesturs miðað við núverandi girðingu.
  • Mikilvægt er að svæðið innan girðingar sé grafartækt
  • Möguleikar á framtíðarstækkun garðsins til norðurs.
  • Kirkjan og garðurinn eru óneitanlega mikið aðdráttarafl fyrir Kirkjuhvamm og mikilvægt að hugað sé vel að öllu umhverfi þar og ásýnd.

Tjaldsvæði – elsta tjaldsvæðið og salernisaðsaða

  • Áhugi er á að taka aftur í notkun gamla „Saurbæ“ fyrstu salernisaðstöðu tjaldsvæðisins. Aðstaðan gæti um leið nýst aukinni útivistar-og afþreyingarnotkun á svæðinu.
  • Austasta/Efsta svæðið yrði notað meira af tjaldgestum ef salernisaðstaðan þar væri opin og um leið myndi létta álaginu af túninu hjá þjónustuhúsinu sem hefur verið til vandræða vegna mikillar bleytu.

Tekið verður á móti ábendingum varðandi ofangreint til 26. apríl nk. með því að fylla út formið hér að neðan

 

captcha
Var efnið á síðunni hjálplegt?