Upplýsingar um skipulagsmál

Skipulagsmál

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.
Sími: 455-2400
Netfang: skrifstofa@hunathing.is

Skipulagsfulltrúi:  Eyjólfur Þórarinsson skipulagsfulltrui@hunathing.is  
Starfsmaður: Ína Björk Ársælsdóttir ina@hunathing.is 

Á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar má sjá skipulög sem er í gildi. HÉR

Auglýsingar um skipulagsmál hjá Húnaþingi vestra;

 

Auglýst er skipulagslýsing fyrir lóð undir tengivirki Landsnets í Hrútafirði
 
Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi fyrir iðanaðar- og athafnalóðina Hrútatunga lóð, landr. 180672. skv. 1. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Skipulagslýsingin sem unnin er hjá Stoð ehf verkfræðistofu, er sett fram í greinargerð útg. 1.1 dags. 27.03.2020. Skipulagslýsingin felur í sér að afleggja núverandi tengivirki Landsnets, með nýju og fyrirferðaminna yfirbyggðu tengivirki þess í stað. 
 
Lóðin er í aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði og því kallar þessi breytta landnotkun á breytingu á aðalskipulagi þar sem landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í iðnaðarsvæði (I).
 
Skipulagslýsingin verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins.
 
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 er hér með óskað eftir umsögnum um ofangreinda skipulagslýsingu, sem skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is  fyrir 17. maí n.k.
 
 
Skipulagslýsingin er HÉR

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?