Upplýsingar um skipulagsmál

Skipulagsmál

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.
Sími: 455-2400
Netfang: skrifstofa@hunathing.is

Skipulagsfulltrúi:  Eyjólfur Þórarinsson skipulagsfulltrui@hunathing.is  
Umsjón skipulagsmála: Ína Björk Ársælsdóttir ina@hunathing.is 

Á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar má sjá skipulög sem er í gildi. HÉR

Auglýsingar um skipulagsmál hjá Húnaþingi vestra;

Skipulagslýsing fyrir Flatnefsstaði, Vatnsnesi, Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 14. júní 2018  að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða í Húnaþingi vestra skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið nær yfir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir (landnúmer 144531) á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Skipulagssvæðið afmarkast nokkuð vestan við vegslóða sem liggur í gegnum land Flatnefsstaða af Vatnsnesvegi og liggur niður að sjó. Jörðin Flatnefsstaðir og þar með skipulagssvæðið liggur að landamerkjum jarðanna Saurbær í austri og Tjörn í vestri. Svæðið neðan Vatnsnesvegar einkennist af mólendi og klapparholtum en við ströndina eru brattir klettar í sjó fram ásamt nokkrum smávíkum. Skipulagssvæðið er um 90 ha að flatarmáli.

Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er uppbygging nýs sela- og náttúruskoðunarstaðar á Vatnsnesi til að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga og  á heimasíðu sveitarfélagsins www. hunathing.is  frá 19. júní – 10. júlí 2018

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á  skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is  fyrir 10. júlí 2018.

Skipulagslýsinguna má sjá HÉR

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?