Umhverfisviðurkenningar

Árlega veitir Húnaþing vestra þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt verkefnisstjóra umhverfismála.

Í nefndinni frá 2022 eru; Birgir Þór Þorbjörnsson, Fríða Marý Halldórsdóttir og Borghildur H. Haraldsdóttir.

2023

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2023 voru veittar þann 5.október 2023.

Eigendum eftirtalinna eigna var veitt viðurkenning:

Lækjarbakki, eigendur Berglind Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon, fyrir snyrtilegt umhverfi við fremur nýlegt hús þar sem vel er frá öllu gengið. Bæði hús og garður eru í góðu samspili við umhverfið í kring. Ber eignin eigendum gott vitni um snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfi sínu.

Mánagata 8, eigendur Erna Snorradóttir og Marteinn Reimarsson, fyrir mjög snyrtilega lóð í töluverðum halla, sem ekki ber mikið á frá götu. Íbúðarhúsi er sérstaklega vel við haldið. Ber eignin eigendum gott vitni um snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfi sínu.

Tjarnarkot, eigendur Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir og Davíð Gestsson, fyrir snyrtilegt umhverfi við sveitabæ sem er sveitinni til sóma. Hvergi óþarfa dót, girðingum vel við haldið, tún vel hirt og úthagi hóflega beittur. Ber eignin eigendum gott vitni um snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfi sínu.

Viðurkenningarhafar, ásamt sveitastjóra, umhverfisnefnd og verkefnisstjóra umhverfissviðs. 

2022

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2022 voru veittar þann 21. september 2022

Eigendum eftirtalinna eigna var veitt viðurkenning:

Bakkatún 2 á Hvammstanga fyrir auðséðan metnað fyrir fallegum frágangi á tiltölulega nýju húsi og lóð. Ber eigendum fagurt vitni um útsjónarsemi og smekk.

Grund í Vesturhópi. Hulinn heimur þar sem ekki sést af vegi heim að bænum sem er lögbýli, nýtt sem frístundabyggð og til skógræktar. Snyrtileg umgengni, hús öll nýmáluð og heildarumgjörð ber eigendum vitni um metnað og góðan smekk.

Tannstaðabakki fyrir mjög myndarlega heildarumgjörð á stórbúi. Ber fyrrum eigendum órækt vitni um metnað og atorku en jafnframt vísbending um að núverandi eigendur sem tekið hafa við keflinu muni halda því starfi áfram.

Viðurkenningarhafar 2022 ásamt valnefnd.

2021

Þann 14. október 2021 veitti sveitarstjórn sínar árlegu umhverfisviðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og/eða býli.

Sveitarstjórn skipar valnefnd sem situr kjörtímabilið. Í valnefnd 2018-2022 eru; Erla B Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri starfar með nefndinni.

Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenningu.

Harastaðir í Vesturhópi. Hlaut umhverfisviðurkenningu fyrir fallega og vel hirta landareign. Vel heppnaðar endurbætur hafa verið gerðar á mannvirkjum. Gróður snyrtur og umhverfið allt til prýði, sem ber eigendum gott vitni um atorku og umhyggu fyirr snyrtilegu umhverfi. Eigendur að Harastöðum eru Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir.

Grundartún 19 á Hvammstanga. Hlaut umhverfisviðurkenningu fyrir fallega og skemmtilega sjávarlóð. Húsið stendur á sjávarkambi og hefur lóðin sterk tengsl við fjöruna, þar sem meginhluti hennar er þakin fjörugrjóti. Lóðin er frumleg og falleg og ber eiginedum gott vitnu um atorku og umhyggju fyrir umhverfinu. Eigendur að Grundartúni 19 eru Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson.

Frá vinstri: Ína Björk Ársælsdóttir, Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir.

Frá vinstri: Ína Björk Ársælsdóttir, Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson

2020
Þann 1. október 2020 voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar í 22. sinn.
Tvær viðurkenningar voru veittar og þær hlutu;

Sólgarður (Garðavegur 14) 530 Hvammstanga fyrir vel hirta heimilis- og fyrirtækjalóð. Eigendur Sólgarðs hafa gert vel heppnaðar og fallegar endurbætur á lóðinni sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.

Helguhvammur II fyrir vel hirta landareign, snyrtileg mannvirki og fallegan heimilisgarð. Eigendurnir Sigurður Magnús Guðmundsson og María Inga Hjaltadóttir hafa hugað vel að öllu umhverfi og mannvirkjum á landareign sinni sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.

Mynd;
Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri ásamt
Maríu Ingu Hjaltadóttur, Helguhvammi.

 
Ína Björk Ársælsdóttir ásamt Alfreð Alfreðssyni einum af eigendum Sólgarðs.

2019

Þann 20. ágúst 2019 voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar í 21. sinn. 

Að þessu sinni voru veittar þrjár viðurkenningar. 

Tveir heimilisgarðar, einn á Borðeyri og einn á Hvammstanga og einn sveitabær+fyrirtækjarekstur

Hlíðarvegur 22, Hvammstanga fyrir snyrtilega og fallega einkalóð.  Eigendurnir Guðmundur Gíslason og Margrét Jóhannesdóttir hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.

Lyngbrekka Borðeyri fyrir snyrtilega og fallega einkalóð.  Eigendurnir Guðný Þorsteinsdóttir og Sveinn Karlsson hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu umhverfi.

Reykir Hrútafirði fyrir snyrtilega landareign og blómlega ræktun sumarblóma. Eigendurnir Hulda Einarsdóttir og Ólafur H. Stefánsson hafa hugað vel að landareign sinni og sumarblómaræktun sem ber þeim vott um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.


Á mynd; Hulda Einarsdóttir og Ólafur Stefánsson, Reykjum, Guðmundur Gíslason Hlíðarvegi 22, Guðný Þorsteinsdóttir og Sveinn Karlsson Lyngbrekku ásamt Ínu Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóra.

2018

Þann 16. ágúst sl. voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar í 20. sinn. 

Að þessu sinni voru veittar fjórar viðurkenningar.  Ein í dreifbýli, tveir heimilisgerðar og einn einstaklingur. 

Hvammstangabraut 1 Hvammstanga fyrir vel hirta og fallega einkalóð.  Eigendurnir Björg Sigurðardóttir og Stefán Þórhallsson hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Smáragrund 5 Laugarbakka fyrir vel hirta og fallega einkalóð.  Eigandi Þráinn Traustason hefur hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber honum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi

Ásland Fitjárdal fyrir vel hirta og snyrtilega landareign.  Eigendurnir Gyða Sigríður Tryggvadóttir og Þorgeir Jóhannesson hafa hugað vel að mannvirkjum og umhverfinu öllu, sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Gunnlaugur Valdimarsson fyrir að huga vel að umhverfinu með því að tína upp rusl meðfram vegum í sveitarfélaginu.  Gunnlaugar hefur að eigin frumkvæði lagt sig fram um að tína upp rusl meðfram Þjóðvegi 1 og öðrum vegum í sveitarfélaginu, það ber honum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu umhverfi.

2017

Neðri Torfustaðir er tvíbýli og fá báðir bæir viðurkenningu fyrir snyrtilega bújörð. Mannvirki vel máluð og ásýndin að bæjunum snyrtileg og stílhrein. Eigendur; Heiðrún Brynja Guðmundsdóttir og Benedikt Björnsson annars vegar og Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason hins vegar.

Strandgata 2, Hvammstanga fyrir fallega og vel hirta einkalóð. Lóðin er byggð á gömlum grunni þar sem gamall trjágróður ásamt ýmsum nýjungum fær að njóta sín vel. Eigendur; Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson.

Ber það öllum þeim sem hér eru ofantaldir gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

2016

 

Umhvefisviðurkenningar 2016 voru veittar þann 23. júlí sl. á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi".  Eftirtaldir fengu viðurkenningu;

Hvalshöfði í Hrútafirði fyrir hreinlegt og vel hirt sveitabýli. Ásýnd býlisins er einstaklega snyrtilegt á öllum árstíðum. Eigendur; Róbert Júlíusson og Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Brekkulækur, ferðaþjónusta Miðfirði fyrir virka umhverfisstefnu og sjáfbærni við rekstur fyrirtækisins. Virðing fyrir umhverfi og náttúru eru í hávegum höfð. Aðkoma er aðlaðandi og hlýleg þar sem nýting gamalla húsa og nýbyggingar fléttast fallega saman. Eigendur; Arinbjörn Jóhannsson og Claudia Hofmann

Hjallavegur 12, Hvammstanga fyrir fallega og vel hirta einkalóð. Snyrtileg heimkeyrsla, litsrkúðugar plöntur og vel gróinn garður gera lóðina sérstaklega aðlaðandi. Eigendur; Halldóra Ívarsdóttir og Páll Sigurðsson.

Ber það öllum þeim sem hér eru ofantaldir gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir Oddviti Húnaþings vestra kynnti vinningshafa og Ína Björk Ársælsdóttir og Erla B. Kristinsdóttir fyrir hönd nefndarinnar afhentu viðurkenningarskjöl og forláta kertalukt í blíðskaparveðri á fjölskylduhátíðnni Eldi í Húnaþingi. Aðrir í nefndinni eru Sigríður Hjaltadóttir og Þorvaldur Böðvarsson.

2015

 

 Umhverfisviðurkenningar 2015 voru veittar á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi" laugardaginn 25. júlí 2015. Í nefndinni eru; Jóhannes Erlendsson, Sigríður Hjaltadóttir, Erla Björg Kristinsdóttir og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu;

Gærurnar - hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga, fyrir framlag sitt til umhverfis- og samfélagsmála. Kjörorð Gæranna er "eins manns rusl er annars gull"

Ólafshús - Falleg einkalóð á Borðeyri, Húsnæði allt endurbætt og umhverfið allt til fyrirmyndar.

Hvammstangabraut 32 - Falleg og vel hirt einkalóð á Hvammstanga.

Sindrastaðir - Hestamiðstöð að Lækjarmóti í Víðidal. Falleg og snyrtileg mannvirki og umhverfi.

2014

Umhverfisviðurkenningar 2014 voru veittar á fjölskylduhátíðinni „Eldur í Húnaþingi“ laugrdaginn 26. Júlí s.l. Í flokki fyrirtækjalóða/atvinnuhúsnæðis hlaut Leirhús Grétu – Litla Ósi viðurkenningu fyrir skemmtilegt samspil íbúðarhúsnæðis og galleríis/vinnustofu, sem skapar fallega ásýnd og aðkomu viðskiptavina, Eigendur Gréta Jósefsdóttir og Gunnar Þorvaldsson. Í flokki einkalóða var valin Hlíðarvegur 11, Hvammstanga fyrir fallega, gróna og vel hirta einkalóð, eigendur Björk Magnúsdóttir og Hallmundur Guðmundsson. Í flokki bændabýla varð fyrir valinu Miðhóp í Víðidal fyrir snyrtilega aðkomu, fallegan og gróin einkagarð við íbúðarhúsið. Mikil skjólbeltaræktun gerir umhvefið aðlaðandi hlýlegt, Eigendur Elín Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Benediktsson.

Allar þessar lóðir/landareignir bera eigendum sínum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti Húnaþings vestra, Ína Björk Ársælsdóttir og Erla Björg Kristinsdóttir afhentu vinningshöfunum innrammað viðurkenningarskjal og konfektkassa í viðurkenningarskyni. Í nefndinni eru; Jóhannes Erlendsson, Sigríður Hjaltadóttir, Erla Björg Kristinsdóttir og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar.

2013

Syðra-Kolugil, Víðidal. Snyrtileg bújörð. Eigendur Malin Maria Persson og Ingvar Ragnarsson.

Söluskálinn Harpa, Hvammstanga. snyrtileg og vel við haldin fyrirtækjalóð. umsjón Harpa Lind Vilbergsdóttir og Ómar Karlsson.

Höfðabraut 5, Hvammstanga. Snyrtileg og falleg einkalóð. Eigendur Ástríður Þórhallsdóttir og Jón Ágústsson.

2012

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2012

Bergsstaðir, Miðfirði. Snyrtileg bújörð. Eigendur Elín Anna Skúladóttir og Ari Guðmundur Guðmundsson.

Garðavegur 15, Hvammstanga. Snyrtileg og falleg einkalóð. Eigendur Sigríður Karlsdóttir og Ingi Bjarnason.

Hamarsbúð, Vatnsnesi. Snyrtilegt umhverfi samkomuhúss. Umsjón, Húsfreyjurnar Vatnsnesi.

2011

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011

Melavegur 14. Falleg og vel hirt einkalóð á Hvammstanga. Eigendur Helgi Þór Kristjánsson og Sólveig Eiðsdóttir

Hallartröð 2, Hvammstanga. Snyrtileg hesthúsalóð. Eigendur Unnsteinn Óskar Andrésson, Þórdís Benediktsdóttir, Hjálmar Pálmason og Guðlaug Sigurðardóttir

Geitafell, Vatnsnesi. Falleg og skemmtileg mannvirki og umhverfi. Eigendur Róbert Jón Jack og Sigrún Baldursdóttir.

Bessastaðir, Hrútafirði. Snyrtileg bújörð í alla staði, mikill gróður. Eigendur Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon

2010

Leó Örn Þorleifsson oddviti, Sólrún og Börkur Núpsdalstungu, Garðar og Fjóla Ásbraut 2, Ragnar fyrir Barkarstaðaskóg, Jóhannes og Erla Björg úr dómnefndinni.

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2010

Barkarstaðaskógur fékk viðurkenningu fyrir gróskumikla og skemmtilega skógrækt á afar fallegum stað við Austurárgil í Miðfirði. Ragnar Benediktsson og hans afkomendur sem eiga landið og rækta það og hirða.

Ásbraut 2 fékk viðurkenningu fyrir fallega og gróna einkalóð, vel hefur verið hugað að hirðingu lóðarinnar. Eigendurnir eru garðyrkjufræðingurinn Fjóla Eggertsdóttir og Garðar Hannesson.

Núpsdalstunga fékk viðurkenningu fyrir snyrtilega og fallega bújörð. Mikið hefur verið plantað af trjám á jörðinni. Sólrún Þorvarðardóttir og Börkur Benediktsson eru eigendur Núpsdalstungu.

2009

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2009

Gunnar Kristófersson og Guðrún Sigurðardóttir eigendur eignarinnar Laugarbakka sem stendur við Reykjagrund á Laugarbakka fengu viðurkenningu fyrir fallega og vel við haldna lóð sína sem og húseign. Benedikt Steindórsson og Þórey Eyjólfsdóttir eigendur Brautarlands í Víðidal fengu umhverfisviðurkenningu. Virkilega falleg ásýnd að Brautarlandi, þar sem gróðri er vel við haldið og snyrtimennskan til fyrirmyndar. Guðmundur St. Sigurðsson og Valgerður Valgeirsdóttir fengu viðurkenningu fyrir fallega og vel hirta lóð sína að Brekkugötu 14 á Hvammstanga.

2008

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2008

Sveitasetrið Gauksmýri fékk viðurkenningu, þar hafa eigendurnir Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson unnið gjöfult starf í umhverfismálum og hafa gert sína eigin umhverfisstefnu þar sem virðing fyrir náttúrunni er í hávegum höfð. Stóra-Ásgeirsá fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt og vel hirt sveitabýli. Hús eru vel máluð og mikið hefur verið plantað af trjám. Hvammstangabraut 19, Hvammstanga fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegan og gróinn garð þar sem eigendurnir hafa af natni hugað vel að hirðingu lóðar.

2007

Hrafnhildur Ýr fh. Selaseturs Íslands, Sigurbjörg, Skúli, Eggert, Álfhildur og Ína Björk Umhverfisstjóri

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2007

Eggert Ó Levý og Álfhildur Pálsdóttir fengu umhverfisviðurkenningu vegna Klambra í vesturhópi fyrir vel heppnaðar endurbætur á húsi og umhverfi þess og svo einnig við lóð þeirra að Garðavegi 12Selasetur Íslands hlaut einnig umhverfisviðurkenningu fyrir góðar endurbætur á húsi og lóð við setrið og er hin mesta prýði fyrir þá sem leið eiga um. Sigurbjörg Friðriksdóttir og Skúli Þórðarson eigendur Hjallavegs 18 hlutu umhverfisviðurkenningu fyrir vel skipulagðan, snyrtilegan og opinn garð. Við vonum að það verði hvatning fyrir aðra að opna meira inn í garða sína svo fleiri geti notið við. 

2006

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2006

Farfuglaheimilið Ósum hlaut viðurkenningu í flokki bændabýla og fyrirtækja fyrir vel heppnaðar endurbætur og fallega ásýnd sem gömul og ný mannvirki skapa. Þá hlaut Höfðabraut 15, Hvammstanga umhverfisviðurkenningu í flokki einkalóða fyrir hlýlegan og vel skipulagðan lystagarð sem ber eigendum sínum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.

Nefndarmenn: Arnar Birgir Ólafsson, Sigríður Hjaltadóttir, Hulda Einarsdóttir, Erla Björg Kristinsdóttir.

2005

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2005

Það var ákveðið að veita veita Hvammstangabraut 28 og versluninni Hlín á Hvammstanga hvoru tveggja í eigu hjónanna Sigurbjargar Dagbjartar Jónsdóttur og Hermanns Ívarssonar umhverfisviðurkenningu fyrir fallegar og snyrtilegar eignir.

Nefndarmenn: Sigríður Hjaltadóttir, Arnar Birgir Ólafsson, Árborg Ragnarsdóttir, Hulda Einarsdóttir.

2004

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2004

Umhverfisviðurkenningar hlutu að þessu sinni systurnar Ólöf og Guðjóna Valdimarsdætur og fjölskyldur þeirra fyrir umhverfið við sumarhús þeirra að Kolþernumýri, en þær búa í Reykjavík. Einnig hlautu viðurkenningu Erla Björg Krisinsdóttir og Sveinn Ingi Bragason fyrir Brekkugötu 12 fyrir fallegan og vel skipulagðan lystigarð.

Nefndarmenn: Arnar Birgir Ólafsson, Sigríður Hjaltadóttir.

2003

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2003

Húseigendur við Hvammstangabraut 29 og 31, þau Hrólfur Egilsson og Guðrún Hauksdóttir og Ágúst Oddson og Elísabet Einarsdóttir en þau eiga samliggjandi lóðir.Þá hlaut Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga umhverfisviðurkenningu. Bændabýlið Sauðadalsá, þar sem ábúendurnir eru Heimir Ágústsson og Þóra Þormóðsdóttir fengu einnig viðurkenningu. Allir fengu viðurkenningarskjal úr höndum Elínar R. Líndal formanni Byggðarráðs Húnaþings vestra.

Nefndarmenn: Arnar Birgir Ólafsson, Sigríður Hjaltadóttir, Hulda Einarsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir.

Sigurður Eiríksson á Hvammstanga afhenti Guðmundi H. Sigurðssyni teikningar og gögn sem hann átti í fórum sínum frá upphafi ræktunar trjágarðs um Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga. Frumgerð skipulags var eftir Óla Val Hanson. Fegrunarfélagið, sem annaðist gerð garðsins, var stofnað árið 1957 og stóð m.a fyrir skemmtun á sumardaginn fyrsta. Ágóði skemmtunarinnar rann síðan til kaupa á trjáplöntum í garðinn. Nú er þessi garður með þeim fegurstu blettum á staðnum, mörg grenitrén eru 8-10 metra há. Má telja þennan árangur kraftaverk í trjárækt við kalda sjávarströnd Húnaflóa.

Karl Sigurgeirsson

2002

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2002

1. Aðkoma og umhverfi sveitabýla: Umhverfisnefnd veitir Vatnshól í Húnaþingi vestra viðurkenningu fyrir snyrtilega aðkomu og umhverfi þar sem samræmi er í litavali bygginga skapar fallega heildarmynd.
2. Fyrirtækjalóðir: Umhverfisnefnd veitir Sparisjóði Húnaþings og Stranda Hvammstangabraut 5, Hvammstanga viðurkenningu fyrir fallegt aðkomusvæði viðskiptavina þar sem meðal annars er gert ráð fyrir aðgengi fyrir fatlaða. Jafnframt er sparisjóðslóðin í góðri rækt, hlýleg og vel við haldin.
3. Einkalóðir: Umhverfisnefnd veitir húseigendum að Garðavegi 17 Hvammstanga viðurkenningu fyrir fallegan garð þar sem fjöldi jurta skarta sínu fegursta í mikilli litadýrð og bera eigendum sínum vitni um umhyggju og atorku.

Nefndarmenn: Árborg Ragnarsdóttir, Arnar Birgir Ólafsson, Hulda Einarsdóttir, Sigríður Hjaltadóttir.

2001

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2001

Bændabýlið Nípukot í flokki sveitabæja, Gistiheimili Hönnu Siggu í flokki fyrirtækja og Hvammstangabraut 43 í flokki einkalóða.

2000

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2000

1. Fyrirtæki eða félagasamtök: Hestamannafélagið Þytur fyrir nýgert og fallegt mótssvæði í Kirkjuhvammi sem unnið var að miklu leyti í sjálfboðavinnu félgasmanna sem minnir á gamla ungmennafélagsandann eins og hann var bestur.
2. Sveitabýli: Akurbrekka fyrir sérlega snyrtilegt sveitabýli. Snyrtimennskan hefur verið þar í fyrirrúmi í gegnum árin svo eftirtekt hefir hlotið.
3. Garðar við hús í sveit eða þéttbýli: Höfðabraut 7 fyrir snyrtilegan garð séð frá götu. Plöntur fjölbreyttar og vel hirtar.

Nefndarmenn: Árborg Ragnarsdóttir, Ólöf Sigurbjartsdóttir, Sigríður Hjaltadóttir.

1999

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 1999

Hvammstangabraut 3, Ragnar Árnason og Helena Svanlaug Sigurðardóttir fyrir fallegan og vel hirtan garð, ævintýrapersónur njóta sín vel í garðinum.

Bjarg, Þorvaldur Pálsson fyrir vel hirtan og snyrtilegan sveitabæ, íbúðarhús og útihús eru vel máluð og allt umhverfið hreint og snyrtilegt.

Ferðamannabærinn Dæli, Sigrún Valdimarsdóttir og Víglundur Gunnþórsson fyrir fyrirtæki þar sem snyrtimennska er áberandi, gróður er orðin áberandi í umhverfi fyrirtækisins sem gefur því hlýlegan blæ.

Nefndarmenn: Ársæll Daníelsson, Ólöf Sigurbjartsdóttir, Sigríður Hjaltadóttir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?