Veður og færð

Yfir vetrarmánuðina er betra að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum áður en lagt er af stað í langferð á Íslandi. Þótt að jafnaði sé ekki nema um tveggja og hálfs tíma akstur úr Reykjavík eða Akureyri í Húnaþing vestra þá er farið um fjallvegi og það kemur fyrir að vegir lokast vegna veðurs eða snjókomu. Því er betra að afla sér góðra upplýsinga áður en lagt er af stað í för.

Á vef Veðurstofu Íslands er að finna upplýsingar um veðrið á svæðinu og spár fyrir næstu daga. Sjá www.vedur.is.

Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um færð á svæðinu á hverjum tíma. Sjá vef Vegagerðarinnar. Einnig má hringja í síma vegagerðarinnar til að fá nánar upplýsingar. Sími 1777  og 1779.

Var efnið á síðunni hjálplegt?