Brunavarnir Húnaþings vestra

Heimilisfang: Höfðabraut 31, 530 Hvammstanga
Sími: 451-2411
Vaktsími: 840-4350
Netfang: slokkvistod@hunathing.is
Neyðarsími: 112
Heimasíða: sjá síðu á facebook

Slökkviliðsstjóri: Jóhannes Kári Bragason sími: 840-4350 og 695-1168
Varaslökkviliðsstjóri: Þorsteinn J. Guðmundsson

Slökkvistöð Brunavarna Húnaþings vestra er staðsett að Höfðabraut 31, Hvammstanga og er starfsemin í 225 fm húsnæði. Skráður er ½ starfsmaður við stöðina.

Markmið með rekstri slökkviliða er að vernda líf, heilsu fólks og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnareftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Sveitarfélagi er skylt að sjá um að starfsemi slökkviliðs fullnægi kröfum samkvæmt lögum nr.75/2000 svo og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. Eldvarnaeftirlit sveitarfélaga er sú starfsemi slökkviliðs sem hefur eftirlit með því að framfylgt sé ákvæðum laga og reglna um brunavarnir.

Brunavarnir Húnaþings vestra hafa yfir að ráða margvíslegum tækjabúnaði svo sem, Iveco Magirus Deuts slökkvibifreið árgerð 1978, Man 19,292 tankbifreið árgerð 1990 með 7000 l. vatnstank, Chevrolet Pickup árgerð 1991 sem er sérútbúin tækjabifreið slökkviliðsins, með björgunarklippum, reykblásara, rafstöð, reykköfunartækjum, slökkvitækjum, ljóskösturum, ásamt búnaði fyrir mengunarslys.

Reglulega eru haldnar æfingar hjá slökkviliðinu og er tekið fyrir á þeim ýmislegt sem slökkviliðsmenn þurfa að fást við í útköllum.

Á útkallslista eru 17 menn ásamt slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjórum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?