Brunavarnir Húnaþings vestra

Heimilisfang: Höfðabraut 31, 530 Hvammstanga
Vaktsími: 840-4350
Netfang: valurfr@hunathing.is

Neyðarsími: 112
Heimasíða: sjá síðu á facebook

Slökkviliðsstjóri: Valur Freyr Halldórsson sími: 899-4245
Varaslökkviliðsstjórar: Þorsteinn J. Guðmundsson og Gísli M. Arnarson

Slökkvistöð Brunavarna Húnaþings vestra er staðsett að Höfðabraut 31, Hvammstanga og er starfsemin í 225 fm húsnæði.

Markmið með rekstri slökkviliða er að vernda líf, heilsu fólks og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnareftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Sveitarfélagi er skylt að sjá um að starfsemi slökkviliðs fullnægi kröfum samkvæmt lögum nr.75/2000 svo og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. Eldvarnaeftirlit sveitarfélaga er sú starfsemi slökkviliðs sem hefur eftirlit með því að framfylgt sé ákvæðum laga og reglna um brunavarnir.

Brunavarnir Húnaþings vestra hafa yfir að ráða margvíslegum tækjabúnaði svo sem FORD F550 árgerð 2016 sem er sérútbúin tækjabifreið slökkviliðsins með 2000 l. vatnstank, björgunarklippum, reykblásurum, rafstöð, reykköfunartækjum, slökkvitæki, ljóskösturum og ýmsum öðrum björgunarbúnaði. Renault Kerax 6X4 tankbifreið árgerð 2001 með 13000 l. vatnstank, Mercedes Bens körfubifreið árgerð 1986 með 18 m. körfuhæð. Chevrolet Pickup árgerð 1991 vatnsöflunarbíll með reykköfunartækjum, klöppum fyrir sinuelda og ýmsum öðrum búnaði. Kerru fyrir mengunarslys og kerru með lausum dælum og slöngum til vatnsöflunar.

Reglulega æfingar eru haldnar hjá slökkviliðinu. Á útkallslista slökkviliðs eru að jafnaði 23.

Brunavarnaáætlun 2023

Var efnið á síðunni hjálplegt?