* Umhverfismolar *

 

  • Umhverfismoli - Útblástur úr ökutækjum
    Íbúar eru hvattir til að skilja ekki kyrrstæð ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin nema sérstaklega standi á. Það skapast mikil mengun af bílum í gangi og veldur óþægindum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
  • Umhverfismoli – Gróður út fyrir lóðarmörk
    Lóðarhöfum ber að gæta að því að trjágróður valdi ekki óþægindum á umferð á gangstéttum og götum. Þó svo að besti tíminn til limgerðisklippinga sé síðla vetrar og fram á vorið og svo yfir sumartímann á að vera allt í lagi að snyrta gróður sem vex út yfir lóðamörk á öðrum árstímum einnig.
  • Umhverfismoli - Hundaskítur
    Borið hefur á því að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á útivistarsvæðum og gönguleiðum. Hundaskítur getur borið smit á milli hunda og er afar óþrifalegur og hvimleiður fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins.
  • Umhverfismoli – Snakkpokar, sælgætisbréf og umb. af kexpökkum.
    Þessar umbúðir flokkast sem plast og skal skila með plastumbúðum í endurvinnslutunnuna. 
  • Umhverfismoli – málmar
    Málmar, s.s. baunadósir mega fara lausar í endurvinnslutunnuna. Muna að skola úr þeim áður.
  • Umhverfismoli – Spilliefni
    Ljósaperur og ónýtar jólaseríur flokkast sem spilliefni og er tekið  við í Hirðu. LJÓSAPERUR - flúorperur, halogenperur og sparperur -  flokkast sem spilliefni og skal safnað sérstaklega vegna þess að þær innihalda spilliefnin flúor og kvikasilfur sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg. Hægt er að skila til Hirðu á opnunartíma án sérstaks gjalds. Notaðar rafhlöður er hægt að setja saman í poka og setja í endurvinnslutunnuna, eins er tekið við þeim í Hirðu
  • Umhverfismoli – staðsetning Sorptunna
    Við bendum íbúum á að staðsetja endurvinnslutunnuna nærri heimilissorpstunnunni og helst við hlið hennar, sé hægt að koma því við. Einnig er mikilvægt að ekki séu aðrar eldri sorptunnur sem ekki á að hirða úr við hlið þeirra, það getur valdið ruglingi starfsmanna við hirðuna. Sorptunnufestingar eru fáanlegar í áhaldahúsinu og í Hirðu á opnunartíma.
  • Umhverfismoli – jól og áramót
    Mikið rusl fellur til um áramót þegar flugeldum er skotið á loft. Oft liggja eftir tómir flugeldakassar, spýtur og prik á víð og dreif  og biðlum við til íbúa og fyrirtækja að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina. Rusl eftir flugelda skal fara með í Hirðu. Varað er við því að leyfum af flugeldum sé hent í ruslatunnur við heimili, glóð getur lengi leynst í flugeldaleyfum.
    Flugeldarusl á að skila sér beint í almennt sorp í Hirðu, nema ósprungnir flugeldar - þeir fara í spilliefnagáminn. Umbúðir frá flugeldum mega alls  ekki fara með bylgjupappa eða pappír bæði vegna eldhættu og leifum af púðri sem er í umbúðunum. Hólkarnir sem eru utan um flugeldaskotin eru úr pressuðum pappír sem blandaður er með leir og hentar því ekki til endurvinnslu. 
  • Íbúar eru hvattir til að endurnýta sem flestan jólapappír og bönd. Sá pappír sem ekki er hægt að nýta má fara í endurvinnslutunnuna. Athugið að pappír með glimmer eða glansáferð hentar illa til endurvinnslu.
    Tilvalið er að geyma það sem heilt er, eins og t.d. skrautborða og jólapappír og nota aftur á næsta ári.
  • Umhverfismoli – covid19
    Andlistgrímur, hanskar og blautklútar er efni sem ekki er hæft til endurvinnslu og því má ekki flokka það með endurvinnsluefnum. Séu þessi efni í endurvinnslutunnunni fer það allt saman með almennu sorpi sem er urðað. Gætum þess líka að hanskar og grímur fari ekki út í umhverfið sem er bæði sóðaskapur og getur líka verið smitandi og hættulegt.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?