Umhverfismolar

 

Ljósaperur

LJÓSAPERUR - flúorperur, halogenperur og sparperur -  flokkast sem spilliefni og skal safnað sérstaklega vegna þess að þær innihalda spilliefnin flúor og kvikasilfur sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg. Hægt er að skila til Hirðu á opnunartíma án sérstaks gjalds.

Snakkpokar og fl.

Í hvaða flokk fara umbúðir sem líta út eins og ál en haga sér eins og plast? Eins og td. Snakkpokar?
Þessar umbúðir flokkast sem plast og skal skila með plastumbúðum í endurvinnslutunnuna. Einföld regla um muninn á plasti og áli: Ef þú krumpar pokann saman og hann þenst út aftur, þá er hann plast. Ef hann helst krumpaður saman þá er hann ál. Mikilvægt er að endurvinnsluefni sem fara í endurvinnslutunnuna séu þurr og hrein.

Jólapappír

Allur jólapappír má fara í endurvinnslutunnuna. Undanskilinn er glans „jólapappír“ sem er úr plasti og fer með plastinu í lokuðum pokum í endurvinnslutunnuna.

Tilvalið er að geyma það sem heilt er, eins og t.d. skrautborða og jólapappír og nota aftur á næsta ári.

Mengun frá ökutækjum

Við hvetjum íbúa til að skilja ekki kyrrstæð ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin nema sérstaklega standi á. Það skapast mikil mengun af bílum í gangi og veldur óþægindum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Var efnið á síðunni hjálplegt?