Hvammstangahöfn

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga
Opnun: Mánudaga - föstudaga frá 10:00 - 16:00
Sími: 455-2400
Fax í Ráðhúsi: 455-2409

Hafnarvog, Hafnarbaut, 530 Hvammstanga

Netfang: hofn@hunathing.is

Starfsmenn við hafnarvog: 894-2909
Hafnarvog fax: 451-2758 

Hafnarvörður: Daníel V. Pétursson s. 868-9898
Hafnarstjóri: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri/hafnarstjóri  

Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn

Gjaldskrá Hvammstangahafnar

Dýptarkort

Dýptarkort með málsetningum

Flóðatöflur

Upphaf umræðu um hafnargerð við Hvammstanga má rekja til árana 1915 – 1920 þegar aðflutningar og uppskipanir fóru vaxandi ár frá ári samhliða þéttbýlismyndun og aukinni verslun. Fyrsta steinbryggja var svo byggð við Hvammstanga árið 1939 og var þar um að ræða samstarfsverkefni Hvammstangahrepps og Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. Fram til þess tíma voru löndunartækin aðeins litlir árabátar og timburbryggjur. Síðar var ráðist í umfangsmiklar hafnarframkvæmdir eftir að veiðar og vinnsla á rækju hófust í Húnaflóa. Hafnaraðstöðu á Hvammstanga má nú telja með besta móti og er þar öruggt lægi skipa og báta.

Viðlegukantar eru nú þrír:
Norðurkantur:  Heildarlengd 140 metrar með 4-6 metra djúpristu. 
Austurkantur: 43 metrar með allt að 3-4 metra djúpristu.
Suðurkantur: 77 metrar með allt að 3-4 metra djúpristu.

Flotbryggja er fyrir smábáta við Hvammstangahöfn með 20 metra viðlegu.
Löndunarkrani 2,5 tonn.
Hafnarvog 60 tonn.

Frekari upplýsingar um höfnina og þá þjónustu sem þar er í boði eru veittar í síma 894-2909.

Upplýsingavefur um sjávarútveg 

Áætlun Hvammstangahafnar 2018-2021 um móttöku og meðhöndlun frá skipum.
EYÐUBLAÐ - Staðfesting á móttöku úrgangs /confirmatioin of acceptance of waste

Var efnið á síðunni hjálplegt?