
Sveitarstjóri Húnaþings vestra er Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
Netfang Unnar er unnur@hunathing.is
Á árunum 2018-2022 starfaði Unnur sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, einn stofnenda Vendum stjórnendaþjálfunar, framkvæmdastjóri DaleCarnegie á Íslandi og aðstoðarframkvæmdastjóri Hreyfingar heilsuræktar. Auk þessa starfaði Unnur sjálfstætt sem ráðgjafi og markþjálfi um árabil. Á kjörtímabilinu 2014-2018 var Unnur oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún hefur jafnframt setið í fjölda nefnda og ráða, meðal annars í nefnd um endurskoðun landsskipulagsstefnu, verið formaður Ferðamálaráðs og Flugþróunarsjóðs og setið í stjórn Íslandsstofu.
Unnur er með meistarapróf (MPA) í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið diplomanámi í rekstri og stjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfanámi frá Opna háskólanum og CoachU.
Eiginmaður Unnar er Alfreð Alfreðsson, húsasmíðameistari og eiga þau 3 börn og eitt barnabarn. Unnur og fjölskylda eru búsett á Hvammstanga.