Opið samráð

Hér eru birtir tenglar um verklag, reglur og annað sem fjölskyldusvið óskar eftir samráði eða ábendingum um. Almennum ábendingum má alltaf beina til sviðsstjóra fjölskyldusviðs á netfangið siggi@hunathing.is.

Efni til samráðs:

10. - 24. mars 2023. Framtíðarsýn í málefnum eldri borgara.

Hér má nálgast samantekt af tveimur vinnufundum og einum kynningarfundi á hugmyndum og tillögum eldri borgara um framtíðarsýn í málefnum aldraðra. Samantektin er vinnuskjal sem hefur ekki verið flokkað nákvæmlega. Í megin atriðum snýr samantektin að húsnæðismálum, akstursþjónustu, snjómokstri og vilja til að sjá Félagsheimili Hvammstanga í nýju hlutverki.

Ábendingar um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara má senda inn hér til og með 24. mars 2023.

Samráði lokið um eftirtalin efni:

10. - 24. febrúar 2023 - Kort með tillögum um fjölgun bekkja á Hvammstanga og Laugarbakka og í hvaða forgangi þegar fjármagn til þess leyfir samkvæmt fjárhagsáætlun. Til að skila inn ábendingum skal smella hér.

1. - 27. desember  2022- Drög að reglum um skólaakstur í Húnaþingi vestra. Gert er ráð fyrir að reglurnar verði samþykktar áður en útboð á skólaakstri fer fram 2023. Til að skila inn ábendingum skal smella hér.

1. - 27. desember 2022- Drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu í Húnaþingi vestra.  Til að skila inn ábendingum skal smella hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?