Tilkynningar og fréttir

Opnunartími Bóka- og skjalasafns Húnaþings vestra

Frá 2. júlí til 7. ágúst verður bókasafnið opið mánudaga - föstudaga, frá 13-17.
readMoreNews

Tilkynning vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Af gefnu tilefni er hér með tilkynnt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun ekki fara fram á Borðeyri vegna forsetakosninganna þann 30. júní nk.
readMoreNews

Auglýsing um kjörfund

Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands verður haldinn laugardaginn 30. júní 2012. Kjörstaður í Húnaþingi vestra er í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, gengið inn frá Kirkjuvegi. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur honum kl. 20:00. Samkvæmt lögum ber kjósendum að framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað.
readMoreNews

Íbúð til leigu á Laugarbakka

Húnaþing vestra auglýsir hér með til leigu 3ja herbergja íbúð, 90 fm. að Gilsbakka 5 á Laugarbakka.
readMoreNews

Leiksýning á Bangsatúni

Þann 2. ágúst nk. mun Leikhópurinn Lotta sýna leikverkið "Stígvélaða Köttinn" á Bangsatúni klukkan 18:00... Takið daginn frá!
readMoreNews

Frá Ráðhúsi

Vegna vinnuferðar starfsfólks í Ráðhúsi Húnaþings vestra verður Ráðhúsið lokað föstudaginn 22. júní n.k.
readMoreNews

Húnasjóður

Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
readMoreNews

Kjörskrá

Kjörskrá Húnaþings vestra vegna forsetakosninganna þann 30. júní 2012 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá og með 20. júní 2012 til kjördags.
readMoreNews

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Þann 17.júní n.k. verður sundlaug og íþróttamiðstöð lokuð.  Íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

200. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 14. júní 2012 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhúss.
readMoreNews