Tilkynning vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Af gefnu tilefni er hér með tilkynnt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun ekki fara fram á Borðeyri vegna forsetakosninganna þann 30. júní nk.

Um miðjan þennan mánuð fór sveitarstjórn Húnaþings vestra fram á það við Sýslumanninn á Blönduósi að utankjörfundaratkvæðagreiðsla gæti farið fram á Borðeyri fyrir umræddar forsetakosningar en embætti sýslumanns gat því miður ekki orðið við þeirri beiðni.

Hvammstangi 28. júní 2012
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?