Tilkynningar og fréttir

LOKAÐ í íþróttamiðstöð

Lokað verður í íþróttamiðstöð og sundlaug í dag 29. ágúst frá 12:30 - 21:00.
readMoreNews

Tilkynning-Upplýsingar um göngur og réttir í Húnaþingi vestra.

Í kjölfar slæmrar veðurspár fyrir komandi helgi og tilmæla frá Almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna var ákveðið að hefja skipulega smölun sauðfjár í þremur af sex fjallskiladeildum sem starfandi eru í Húnaþingi vestra. Í fjallskilastjórn Hrútafjarðar að austan fóru gangnamenn af stað í gær 27. ágúst. Fé verður rekið til réttar við Hrútatungurétt í dag 28. ágúst. Réttarstörf hefjast í Hrútatungurétt á morgun 29. ágúst kl. 09:00. Smölun hefur gengið vel og göngur eru fullmannaðar
readMoreNews

Tilkynning frá Grunnskóla Húnaþings vestra

Óvenju mikil forföll starfsmanna skólanna vegna gangna og rétta gera það að verkum, að þess er óskað að nemendur verði heima á morgun fimmtudag og/eða föstudag, þeir sem mögulega geta. Vinsamlegast látið vita ef nemendur mæta ekki, bæði til skólans og viðkomandi bílstjóra. Athugið að skóli og gæsla verða eftir sem áður opin eins og venjulega þessa daga. Með kveðju stjórnendur
readMoreNews

Húsaleigubætur fyrir námsmenn

Minnum á að námsmenn þurfa að endurnýja umsókn um húsaleigubætur ef breytingar hafa orðið, t.d. á leigusamningi. Senda þarf inn þinglýstan leigusamning, staðfestingu frá skóla, upplýsingar um tekjur og skattframtal 2013. Umsóknareyðublað er inn á heimasíðunni og rafræn skjöl má senda á henrike@hunathing.is.
readMoreNews

Ljósmyndasýning í Húnaþingi vestra

Torfkofar og landabrugg Ljósmyndasýning í Húnaþingi vestra Á fjölskylduhátíðinni Eldur í Húnaþingi, sem haldin var í lok júlí mánaðar sl., opnaði Húnaþing vestra, við formlega athöfn, ljósmyndasýningu í Brúarhvammi á Hvammstanga.
readMoreNews

FRÁ HITAVEITU

Bilun í Fífusundi Vegna viðgerða verður lokað fyrir heita vatnið í Fífusundi og Kirkjuvegi í dag 27. ágúst, frá klukkan 10:00 ogfram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Húnaþings vestra.
readMoreNews

Tilkynning frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Bilun í Fífusundi Vegna viðgerða verður lokað fyrir heita vatnið í Fífusundi og Kirkjuvegi í dag 27. ágúst, frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Húnaþings vestra.
readMoreNews

Göngum og réttum flýtt í Húnaþingi vestra vegna slæmrar veðurspár

Í framhaldi af fundi Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna sem haldinn var þann 26. ágúst sl. vegna slæmrar veðurspár um næstu helgi kom sveitarstjórn Húnaþings vestra saman til fundar ásamt fulltrúum fjallskiladeilda síðdegis þann sama dag. Á fundi sveitarstjórnar var samþykkt að skipa Leó Örn Þorleifsson, oddvita, Skúla Þórðarson, sveitarstjóra og Elínu R. Líndal, sveitarstjórnarmann í aðgerðarstjórn vegna óveðursins sem gert er ráð fyrir.
readMoreNews

Fundur sveitarstjórnar og fjallskilastjórna vegna slæmrar veðurspár.

Oddviti skýrði frá fundi sem hann ásamt sveitarstjóra áttu í dag með almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna vegna slæmrar veðurspár um næstu helgi á svæði almannavarnanefndarinnar og hvort eða  hvaða úrræða hægt er að grípa til á þeim tíma sem er til stefnu til að flýta smölun einstakra svæða ofl.  
readMoreNews

Íbúð til leigu

Til leigu er íbúð í skólanum á Laugarbakka Kennaraíbúð 1, um 100 fermetra, 4 herbergja íbúð í skólanum á Laugarbakka.     Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2013 og umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra eða á netfangið siggi@hunathing.is.
readMoreNews