Tilkynningar og fréttir

Frá Ráðhúsi

Ráðhús Húnaþings vestra verður lokað föstudaginn 2. september vegna starfsmannaferðar.
readMoreNews

Ljósmyndasýningar

Settar hafa verið upp tvær ljósmyndasýningar á Hvammstanga sem bera með sér yfirskriftinar "Kirkjuhvammur" og  "Þinghúsið" . Eins og yfirskriftirnar bera með sér þá eru sýningarnar staðsettar í Kirkjuhvammi og fyrir norðan pakkhúslóð Kaupfélagsins á Hvammstanga, nærri þeim stað það sem Þinghúsið stóð áður.
readMoreNews

Frá íþróttamiðstöðinni

Vetraropnunar hefst fyrsta september og er eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga: Kl. 7:00 – 21:30 Föstudaga: Kl. 7:00 – 19:00 Laugardaga og sunnudaga: Kl.  10:00 – 16:00
readMoreNews

Umhverfisviðurkenningar 2016

Umhverfisviðurkenningar 2016 voru veittar þann 23. júlí sl. á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi".
readMoreNews

Fjallskilaseðill Vatnsnesinga 2016

Göngur  fari fram laugardaginn 10. september 2016.   Þorgrímsstaðadal smali 5 menn undir stjórn Lofts Guðjónssonar á Ásbjarnarstöðum. Í þær göngur leggi til; Loftur Ásbjarnarstöðum 3 menn, Þorbjörg og Óskar Þorgrímsstöðum 2 menn.  Smalað verður norður og réttað á Ásbjarnarstöðum. Útfjallið smali 13 menn undir stjórn Benedikts á Bergsstöðum.
readMoreNews

Fjallskilaseðill í fyrrum Bæjarhreppi 2016

Laugardaginn 17. september ber að leita fyrstu leit í Bæjarhreppi. Réttað verður sama dag að Hvalsá. Réttarstjóri er Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og er einnig í annari leit. Ákveðið hefur verið að leita Kvíslarland 1. leit, föstudaginn 16. september. Önnur leit fer fram laugardaginn 1. október. Þá skulu ábúendur hafa leitað heimalönd sín. Utanbæjarfé á að koma til réttar í tæka tíð. Réttað verður í Hvalsá sunnudaginn 2. október kl 13.00. Ekki er heimilt að sleppa fé í beitarhólfið við Hvalsárrétt fyrr en laugardaginn 10. september og ekki fyrr en viku fyrir aðra leit. Þriðja leit verður ákveðin síðar svo og leitir innan varnarlínu við Fjarðarhorn.
readMoreNews

Fjallskilaboð fyrir Þverárhrepp hinn forna 2016

Fjallskilaboð fyrir Þverárhrepp hinn forna 2016
readMoreNews

Norðurlands Jakinn

Fimmtudaginn 25. ágúst ÖXULLYFTA við Selasetrið kl. 12.00
readMoreNews

Skólabyrjun haust 2016. Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra

Hagnýtar upplýsingar til foreldra/forráðamanna um skólabyrjun 2016
readMoreNews

Afhending styrkja úr Húnasjóði 2016

Þann 18. ágúst sl. fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði á kaffihúsinu Hlaðan á Hvammstanga.  Formaður byggðarráðs, Elín Jóna Rósinberg afhenti styrkina. Það er byggðarráð Húnaþings vestra sem úthlutar úr sjóðnum og var það gert á 912.fundi ráðsins þann 25. júlí sl.  Styrkþegar að þessu sinni eru: Guðríður Hlín Helgudóttir,  nám til BA prófs í ferðamálafræði. Kolbrún Arna Björnsdóttir, nám til BA prófs í japönsku máli og menningu Kristrún Pétursdóttir,  nám til BS prófs í næringarfræði Sigrún Soffía Sævarsdóttir,  nám til BS prófs í umhverfis- og byggingarverkfræði Þorgrímur Guðni Björnsson, nám til BS prófs í íþróttafræði
readMoreNews