Tilkynningar og fréttir

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra

Minnt er á að frestur til að sækja um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra er til 1. september nk.    Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og fleiri gögn er varða Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra er að finna hér.
readMoreNews

Fjallskilaseðill Hrútfirðinga að austan 2016

Á fundi stjórnar Fjallskiladeildar Hrútfirðinga að austan þann 10. ágúst 2016 var samþykkt að í haust verði fjallskil á svæðinu með eftirfarandi hætti:   Fyrsta leit fari fram fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. september og réttað verði að morgni laugardagsins 3. september.  Leit skal haga þannig að allt svæðið, þ.e. bæði heiðin og Meladalur verði smöluð á sama tíma.   Kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 1. september skulu 7 leitarmenn vera ferðafærir við Bláhæð.  Verkefni þeirra verður að smala fremsta hluta heiðarinnar.  Eftirtalin bú leggi til þessa menn: Eyjanes 2 menn, Reykir II 2 menn, Akurbrekka 1 mann, Þóroddsstaðir 1 mann og Óspaksstaðir 1 mann.
readMoreNews

Styrkumsóknir fyrir árið 2017

Sveitarstjórn Húnaþings vestra vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.  Félagasamtökum og einstaklingum í Húnaþingi vestra er hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári er bent á að fylla út þar til gert eyðublað og senda ásamt fylgigögnum til skrifstofu sveitarfélagsins að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is eigi síðar en 15. september nk.  Umsóknir sem kunna að berast að þeim fresti liðnum munu ekki njóta forgangs við afgreiðslu sveitarstjórnar.
readMoreNews

Bændur /landeigendur.

Úttekt á girðingum meðfram stofn-og tengivegum fer fram í byrjun septembermánaðar 2016.
readMoreNews

Fjallskilaboð Miðfirðinga haustið 2016

Tímanlega fimmtudaginn 1. september n.k. skulu allir leitarmenn vera mættir á fremstu bæjum, tilbúnir að leggja upp á heiðar undir stjórn leitarstjóranna. 
readMoreNews

Gangnaseðill Víðdælinga haustið 2016

Göngur hefjast á Víðidalstunguheiði mánudaginn 5. september 2016.
readMoreNews

Húsaleigubætur fyrir námsmenn

Námsmenn í framhaldsskólum og háskólum sem eru að fá nýjan leigusamning eru minntir á að sækja um húsaleigubætur eða húsaleigustyrk skv. reglum Húnaþings vestra (nánar hér) fyrir haustönn 2016!  Aðrir námsmenn þurfa eingöngu að senda staðfestingu frá skóla.
readMoreNews

Skipulagsmál - endurbirt auglýsing

Vegna formgalla í auglýsingarferli er auglýsing um aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulegsbreytingu endurbirt.
readMoreNews

Breyttur opnunartími HIRÐU gámastöðvar

Frá og með fimmtudeginum 16. júní nk. verður opnunartími Hirðu framvegis:   Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14-17   Áfram verður sami opnunartími á laugardögum frá 11-15   Lokað á hátíðisdögum.   Framkvæmda-og umhverfissvið
readMoreNews