Skipulagsmál - endurbirt auglýsing

Endurbirt auglýsing

um breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi

Vegna formgalla í auglýsingaferli er auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi endurbirt.

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu
Aðalskipulagsbreyting
Unnin hefur verið tillaga að breytingu aðalskipulags Húnaþings vestra 2014-2026. Gögnin eru á einu
blaði þar sem er uppdráttur og greinargerð. Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta hluta af opnu
svæði norðan Hvammavegs og austan Norðurbrautar á Hvammstanga í verslunar- og þjónustusvæði.

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.
Breyting á deiliskipulagi
Breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar á Hvammstanga. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að auka framboð af verslunar-og þjónustulóðum. Gögnin samanstanda af deiliskipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og greinargerð. Innan svæðisins er gert ráð fyrir fjórum lóðum sem eru ætlaðar fyrir verslun og þjónustu.

Aðalskipulagstillagan og deiliskipulagstillagan ásamt fornleifaskýrslu verða til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga og á heimasíðu sveitarfélagsins www. hunathing.is. Jafnframt liggja tillögurnar frammi hjá Skipulagsstofnun Laugarvegi 166, 105 Reykjavík.  Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við tillögurnar og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is fyrir 15. september nk.

 

Guðný Hrund Karlsdóttir
Sveitarstjóri Húnaþings vestra

HÉR má sjá breytingu á aðalskipulagi

HÉR má sjá breytinguna á deiliskipulaginu
HÉR má sjá skýringaruppdráttinn
HÉR má sjá greinagerðina 

HÉR má sjá fornleifaskráninguna 

Var efnið á síðunni hjálplegt?