Tilkynningar og fréttir

Lokað frá kl. 12.00 á hádegi þann 19. júní

Lokað frá kl. 12.00 á hádegi þann 19. júní

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi verða skrifstofur Ráðhússins lokaðar frá klukkan 12 á hádegi föstudaginn 19. júní. 
readMoreNews

Við leikskólann Ásgarð, Borðeyri er laus staða:

Við leikskólann Ásgarð, Borðeyri er laus staða: Deildastjóra í leikskóla 70% starf frá 15. ágúst. Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri leik- og grunnskóla í samráði við skólastjórnendur. Í skólanum á Borðeyri eru sex nemendur í grunnskóla og fjórir nemendur í leikskóla.
readMoreNews
Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar eftirtaldar stöður

Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar eftirtaldar stöður

Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar eftirtaldar stöður 80-100% staða stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða fullt starf allt árið. Utan starfstíma skólans er unnið við aðalhreingerningu og frístundastarf. Gert er ráð fyrir að unnið verði í matar og kaffitímum með nemendum og vinnutíma lýkur fyrr á daginn sem því nemur. 50% staða stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða starf allt árið. Utan starfstíma skólans er unnið við aðalhreingerningu og frístundastarf. 60-80% staða skólaliða. Um er að ræða fullt starf allt árið í frímínútnagæslu og eftirliti með nemendum frá kl. 9:00 – 14:00. Utan starfstíma skólans er unnið við aðalhreingerningu og frístundastarf. Gert er ráð fyrir að unnið verði í matar og kaffitímum með nemendum og vinnutíma lýkur fyrr á daginn sem því nemur. Tvær 35% stöður við ræstingar seinnihluta dags. Starfstími er allt árið, utan starfstíma skóla er unnið við ræstingar, aðalhreingerningu og frístundastarf. 50% staða í matsal skólans. Unnið með matráði við framreiðslu, undirbúning og frágang. Starfstími er allt árið.
readMoreNews

Fögnum í dag!

Í tilefni af því að 100 ár er frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi ætla konur að sameinast hjá Hlöðunni kl. 14.00 í dag og eiga góða stund þar saman. Allar velkomnar. Já, og svo á íslenski þjóðfáninn líka aldarafmæli. Til hamingju með daginn!
readMoreNews
17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

                        Hátíðarhöld í tilefni lýðveldisafmælis Íslendinga verða haldin sunnan við Félagsheimilið á Hvammstanga 17. júní kl. 14:00
readMoreNews

Búfé á þjóðvegi 1

Að gefnu tilefni þá minnum við á símanúmer búfjáreftirlitsmanns um lausagöngu búfjár á þjóðvegi 1. Ef þú verður var við nautgripi, hross eða sauðfé á þjóðvegi 1 þá vinsamlegast tilkynnið Ingvari Jóhannssyni búfjáreftirlitsmann Húnaþings vestra í síma 848-0003.
readMoreNews

Hundaeigendur athugið

Að gefnu tilefni viljum við benda á að lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð. Borið hefur á lausagöngu hunda og því  að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á opnum svæðum sveitarfélagsins, einkalóðum,  útivistarsvæðum og gönguleiðum sem þar eru. 
readMoreNews

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús) Húnaþing vestra óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumiðstöð.  Um er að ræða 100% starf
readMoreNews
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

256. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.  
readMoreNews

Frístundastarf

Frístundastarfið hefst mánudaginn 8. júní í húsnæði grunnskólans á Hvammstanga. Frísundastarfið skiptist þannig: 7 – 10 ára, börn fædd 2008 – 2005. Þrjár vikur 8. – 26. júní frá kl. 8:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00.   morgun- og síðdegishressing er innifalið Þau börn sem fara á fótboltaæfingar í Kirkjuhvammi fá fylgd þangað. 11 – 12 ára, börn fædd 2004 – 2003.  Tvær vikur 15. – 26. júní  frá kl. 13:00 – 16:00. síðdegishressing innifalinn.   Þau börn sem skráð eru í hádegismat fara með starfsmönnum frístundar í leikskólann Ásgarð og borða þar.
readMoreNews