17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

17. júní hátíðarhöld á Hvammstanga

Hátíðarhöld í tilefni lýðveldisafmælis Íslendinga verða haldin sunnan við Félagsheimilið á Hvammstanga 17. júní kl. 14:00

Dagskráin hefst með hátíðarræðu og ávarpi fjallkonu.  Að því loknu verða boðnar til sölu grillaðar pylsur, hátíðarnammi og 17. júníblöðrur- og fánar. 

Opnað verður fyrir hina sívinsælu sápurennibraut kl. 15:30 í Tommabrekku.

Að því loknu geta sápurennubrautargestir haldið áfram iðju sinni í nýju rennibrautinni í sundlauginni sem tekin verður í notkun þennan sama dag.

Áætluð dagskrálok eru kl. 16:30.

Hittumst í hátíðarskapi.

Félagar úr Lionsklúbbnum Bjarma

Var efnið á síðunni hjálplegt?