Fögnum í dag!

Í tilefni af því að 100 ár er frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi ætla konur að sameinast hjá Hlöðunni kl. 14.00 í dag og eiga þar góða stund saman. Allar velkomnar.

 

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt.

Lögin færðu einnig kosningarétt um 1.500 vinnumönnum, sem voru 40 ára og eldri,  og líka um 1.000 karlmönnum sem áður höfðu ekki haft réttinn vegna skilyrða um útsvarsgreiðslu.

19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti.

Já, og svo á íslenski þjóðfáninn líka aldarafmæli.

Til hamingju með daginn!

Var efnið á síðunni hjálplegt?