Íbúar í Miðfirði athugið.
Straumlaust verður í Miðfirði Húnaþingi vestra fimmtudaginn 29.október n.k. frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690
Kæru foreldrar/forráðamenn leik- og grunnskólabarna. Miðvikudaginn 28.október 2015 kl. 17:00 – 18:20 verður fræðsla um jafnréttismál í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga
Kærar þakkir eru færðar Gærunum, sem nú hafa fært Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra hjartastuðtæki að gjöf. Mottó Gæranna er m.a. „Eins rusl er annars gull“ og má segja að það rætist með gjöfunum sem þær gefa aftur út í samfélagið, þegar ruslið okkar er orðið að gulli annarra.
Vinnuhópur skipaður af sveitarstjórn Húnaþings vestra unnu að tillögu um skipulag við skólamiðstöð Húnaþings vestra. Svæðið afmarkast milli íþróttamiðstöðvarinnar og leikskólans Ásgarðs. Nú liggur fyrir frumtillaga að umferðarflæði og staðsetningum svæða.
Vegna vinnu í dælustöð verður lokað fyrir heitt vatn á Laugarbakka og stofnlögn að Hvammstanga í DAG fimmtudaginn 15. október frá kl. 16.00. Áætlað er að vinna standi yfir til kl. 19.00.
Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
Vegna lokunar Hitaveitu fyrir heitt vatn í dag 15.10.2015 frá klukkan 16.00, mun verða röskun á starfsemi Íþróttamiðstöðvar. Opið verður í sundlaug en vatn í sturtum mun kólna eftir því sem líður á daginn.