Tilkynningar og fréttir

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
readMoreNews

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
readMoreNews

Staðan í sundkeppni sveitarfélaga eftir 3 daga

Staðan eftir þrjá fyrstu dagana í sundkeppni á milli sveitarfélaga er að Húnaþing vestra er í sjötta sæti. Við erum búin að synda 49 m á hvern íbúa. Nú mæta allir í sund og synda þá daga sem eftir er í hreyfivikunni. KOMA SVO!!!
readMoreNews

Staðan í sundkeppni sveitarfélaga eftir 4 daga

Það heldur áfram að vera líf og fjör í sundkeppni sveitarfélaganna. Það er greinilegt að þessi keppni er ákaflega jákvæð og hvetjandi fyrir fólk. Sundkeppnin stendur til sunnudagsins 27. september þannig að úrslit verða birt nk. mánudag. Höldum áfram að vera hvetjandi og breiða út boðskap um mikilvægi hreyfingar. Allir í sund! Hér að neðan má sjá niðurstöður úr sundkeppni sveitarfélaga eftir 4 daga!  
readMoreNews

Auglýsing - skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 16. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið liggur neðan Strandgötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha að stærði.  Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem  hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.
readMoreNews

Húnaþing vestra í 2. sæti í sundkeppni sveitarfélaganna eftir fyrsta dag hreyfiviku!

Hreyfivikan byrjar vel í Húnaþingi vestra og fékk Íþróttamiðstöðin um það bil 131 gesti í gær,mánudag! Hér að neðan má svo sjá niðurstöður úr sundkeppni sveitarfélaganna eftir fyrsta daginn og gaman að sjá að okkar sveitarfélag er í 2. sæti sem við getum að sjálfsögðu verið stolt af.
readMoreNews

Sundkeppni sveitarfélaganna

Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað á hvert annað í sundkeppni. Keppnin fer fram dagana 21.-27.september, báðir dagar meðtaldir. Þátttakendur skrá á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugar hversu marga metra er synt á hverjum degi. Sundæfingar og skólasund telst ekki með. Skráðu þínar ferðir og taktu þátt fyrir þitt sveitarfélag. Allar nánari upplýsingar á www.umfi.is
readMoreNews

Hreyfivika á Hvammstanga 21.-27. september

Hreyfivika á Hvammstanga 21.-27. september 2015 Komdu og vertu með-Fjölbreytt hreyfing í boði fyrir alla fjölskylduna. Tilgangur hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þáttöku í íþróttum
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR.

258. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn miðvikudagur 16. september 2015  kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.  
readMoreNews

Styrkumsóknir fyrir árið 2016 – frestur til 15. sept. nk.

Við minnum á að frestur til að sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári rennur út nk. þriðjudag 15. september. 
readMoreNews