Auglýsing - skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið

Skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

 

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 16. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið liggur neðan Strandgötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha að stærði.  Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem  hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á  skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is fyrir 19.október n.k. 

SKIPULAGSLÝSINGUNA MÁ SJÁ HÉR

Var efnið á síðunni hjálplegt?