Tilkynningar og fréttir

Frá skrifstofu Ráðhúss

Íbúar Húnaþings vestra athugið. Skrifstofa Ráðhúss Húnaþings vestra verður lokuð í dag fimmtudaginn 10. september vegna uppfærslu tölvukerfa. Hægt er að senda erindi á netfangið  skrifstofa@hunathing.is
readMoreNews

Átak til atvinnusköpunar

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
readMoreNews

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritun

Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra var á þriðjudaginn á ferð um Norðurland vestra og undirritaði þjóðarsáttmála um læsi, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna á svæðinu og fulltrúa Heimilis og skóla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli. Markmið verkefnisins er að við lok grunnskóla geti öll skólabörn lesið sér til gagns en lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi
readMoreNews

SSNV auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir framkvæmdastjóra. Eins og fram kom í Feyki og á feyki.is á dögunum hefur Bergur Elías Ágústsson, sem gegnt hefur starfinu frá áramótum látið af störfum er hann farinn til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC.
readMoreNews

Lokun hitaveitu í dag 02.09.2015

Heitavatnslaust verður í dag 02.09.2015  eitthvað fram eftir degi á Höfðabraut á milli Brekkugötu og Veigarstígs einnig á Brekkugötu á milli Hvammstangabrautar og Höfðabrautar vegna viðgerða.
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga

Senn fer að liða að sumarlokum og veturinn að ganga í garð. Vetraropnunar hefst fyrsta september og er eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga: Kl. 7:00 – 21:30 Föstudaga: Kl. 7:00 – 19:00 Laugardaga og sunnudaga: Kl.  10:00 – 16:00 Við í íþróttamiðstöðinni eru mjög ánægð með sumarið.
readMoreNews