Frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga

Senn fer að liða að sumarlokum og veturinn að ganga í garð.

Vetraropnunar hefst fyrsta september og er eftirfarandi:

Mánudaga til fimmtudaga: Kl. 7:00 – 21:30

Föstudaga: Kl. 7:00 – 19:00

Laugardaga og sunnudaga: Kl.  10:00 – 16:00

Við í íþróttamiðstöðinni eru mjög ánægð með sumarið.

Aðsóknin hefur  verið með mesta móti og samanborið við sumarið í fyrra hefur hún aukist um tæp 9 %. Frá maí til ágúst heimsóttu okkur 5612 gestir og telst það bara ágætt miðað við að sumarið hefur ekki verið það hlýjasta hér fyrir norðan heiða.

Kristján Haukdal og Rannvá Björk Þorleifsdóttir  hættu  hjá okkur núna í haust og Guðrún María Pálsdóttir og Björn Þorgrímsson eru að hefja störf hjá okkur.  Við bjóðum þau velkomin til starfa um leið og við þökkum Kristjáni og Rannvá fyrir góð störf og óskum þeim góðs gengis.

Nýja tímataflan fyrir íþróttahúsið hefur verðið birt. Það eru nokkrar breytingar frá því í fyrra.  Reynt var eftir fremsta megni að koma til móts við alla og vonandi eru allir þokkalega sáttir.

Fyrir utan rennibrautina sem hefur fengið mikið hrós frá ferðamönnum sem og heimamönnum eru við með aðra nýjung.  Meleyri lánaði okkur ker sem við látum renna kalt vatn í og er hitastigið í kringum 5 gráður.  Kerið hefur slegið rækilega í gegn og eru margir sem notað það eftir sund eða æfingar.

Að lokum viljum við þakka  íbúum Húnaþings vestra fyrir ánægjulegt samstarf í sumar

Tanja Ennigarð Íþrótta-og tómstundafulltrúi og starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?