Þjóðarsáttmáli um læsi undirritun

mynd2.jpg

llugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra var á þriðjudaginn á ferð um Norðurland vestra og undirritaði þjóðarsáttmála um læsi, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna á svæðinu og fulltrúa Heimilis og skóla.

Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli. Markmið verkefnisins er að við lok grunnskóla geti öll skólabörn lesið sér til gagns en lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Á þriðjudaginn komu fulltrúar sveitarfélaganna í Húnaþingi vestra, Strandabyggð og Austur-Húnavatnssýslu  saman í félagsheimilinu á Blönduósi, ásamt ráðherra og fulltrúa Heimilis og skóla og var sáttmálinn undirritaður . 

Hér sést Illugi Gunnarsson ráðherra, Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra og Hrund Pétursdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrita samninginn.

Sjá nánar um þjóðarsáttmála um læsi á vef Menntamálaráðuneytisins : http://www.menntamalaraduneyti.is/gottadlesa/

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?