Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið.
Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
Í sundkeppninni á milli sveitarfélaga  vorum við í sjöunda sæti með 74635 synta metra og voru það 170 einstaklingar sem syntu.
Úrslitin getur þú séð hér:

 Úrslit úr sundkeppni Sveitarfélaga

 1. Rangárþing ytra (Hella) 375m á hvern íbúa. Samtals 311,5km.

 2. Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) 279m á hvern íbúa. Samtals 260,5km.

 3. Hrísey 250,5m á hvern íbúa. Samtals 43km.

 4. Skútustaðarhreppur 189m á hvern íbúa. Samtals 74.6km.

 5. Dalvíkurbyggð 179m á hvern íbúa. Samtals 245km.

 6. Þingeyri 174m á hvern íbúa. Samtals 44km.

 7. Húnaþing 137m á hvern íbúa. Samtals 75km.

 8. Blönduós 95m á hvern íbúa. Samtals 75km.

 9. Fjallabyggð 76m á hvern íbúa. Samtals 152km.

 10. Seyðisfjörður 55,5m á hvern íbúa. Samtals 35km.

 11. Snæfellsbær 51m á hvern íbúa. Samtals 50km.

 12. Norðurþing 50,8m á hvern íbúa. Samtals 111km.

 13. Hornafjörður 48,6m á hvern íbúa. Samtals 81km.

 14. Skagafjörður 46m á hvern íbúa. Samtals 117km.

 15. Fljótsdalshérað 44m á hvern íbúa. Samtals 102km.

 16. Eskifjörður 43,7m á hvern íbúa. Samtals 44,8km.

 17. Bolungarvík 41m á hvern íbúa. Samtals 37,5km.

 18. Stykkishólmur 38m á hvern íbúa. Samtals 41,8km.

 19. Hveragerði 35m á hvern íbúa. Samtals 83,5km.

 20. Þorlákshöfn 31m á hvern íbúa. Samtals 45,5km.

 21. Árborg 30m á hvern íbúa. Samtals 205km.

 22. Garður 28m á hvern íbúa. Samtals 40km.

 23. Akureyri 25,6m á hvern íbúa. Samtals 458km.

 24. Sandgerði 24m á hvern íbúa. Samtals 37km.

 25. Akranes 17m á hvern íbúa. Samtals 115,5km.

 26. Strandabyggð 16,5km á hvern íbúa. Samtals 5,5km.

 27. Grímsey 16,4m á hvern íbúa. Samtals 1.250m

 28. HNLFI sundlaug Hveragerði 13,3m á hvern íbúa. Samtals 32km.

 29. Grindavíkurbær 13m á hvern íbúa. Samtals 39km.

 30. Langanesbyggð 5,2m á hvern íbúa. Samtals 2,6km.

 31. Vestmannaeyjar 4,6m á hvern íbúa. Samtals 20km.

 32. Sundhöll Reykjavíkur 3m á hvern íbúa (póstnúmer 101). Samtals 48km.  

*Miðað er við fjölda íbúa í hverjum í byggðarkjarna

frá Hagstofu Íslands og synta metra samtals.

 

Þó svo að Hreyfiviku UMFÍ sé lokið í ár hvetjum við ykkur til þess að halda áfram að breiða út boðskap mikilvægi hreyfingar og gera allar vikur að hreyfivikum.

Tanja Ennigarð

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?