Styrkumsóknir fyrir árið 2016 – frestur til 15. sept. nk.

Við minnum á að frestur til að sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári rennur út nk. þriðjudag 15. september. 

Umsóknir sem kunna að berast að þeim fresti liðnum munu ekki njóta forgangs við afgreiðslu sveitarstjórnar. Ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Húnaþings vestra undir stjórnsýsla/eyðublöð.


Hyggist félagasamtök eða einstaklingar sækja um fjárstyrk vegna verkefnis eða málefna sem Húnaþing vestra veitti styrk til á árinu 2015 skal nýrri umsókn fylgja skrifleg greinargerð um ráðstöfun styrksins á árinu 2015.   

Guðrún Ragnarsdóttir
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?