Ljósmyndasýningar

Settar hafa verið upp tvær ljósmyndasýningar á Hvammstanga sem bera með sér yfirskriftina "Kirkjuhvammur" og  "Þinghúsið" . Eins og leiða má líkum að eru sýningarnar staðsettar í Kirkjuhvammi og fyrir norðan pakkhúslóð Kaupfélagsins á Hvammstanga, nærri þeim stað það sem Þinghúsið stóð áður.

Sýningarnar lífga samtímis upp á umhverfið og eru skemmtilegar og fræðandi og miðla þekkingu til bæjarbúa og gesta á einfaldan en upplýsandi hátt. Texti er á skiltunum og er hann á íslensku, ensku og þýsku. Myndirnar eru teknar frá miðri 20. öld og fram eftir öldinni.

Vilhelm Vilhelmsson doktor í Sagnfræði annaðist öflun myndanna og sá um textagerð á íslensku og ensku. Gudrun Kloes sá um þýðingu á þýskum texta. Hönnun og skiltagerð var í höndum Logofex ehf. Þjónustumiðstöð Húnaþings vestra annaðist uppsetningu og frágang.  Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra hafði umsjón með verkefninu.

Myndirnar voru fengnar frá Héraðsskjalasafni Vestur Húnavatnssýslu, Ljósmyndasafni Íslands og eru einnig úr einkaeigu.

Verkefnið var styrkt af SSNV - Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Gamlarm Kirkjuhv.JPG

Gamlarm Þingh.JPG

Var efnið á síðunni hjálplegt?