Fundur sveitarstjórnar og fjallskilastjórna vegna slæmrar veðurspár.

Fundur sveitarstjórnar og fjallskilastjórna vegna slæmrar veðurspár.

Oddviti skýrði frá fundi sem hann ásamt sveitarstjóra áttu í dag með almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna vegnaslæmrar veðurspár um næstu helgi á svæði almannavarnanefndarinnar og hvort eða  hvaða úrræða hægt er að grípa til á þeim tíma sem er til stefnu til að flýta smölun einstakra svæða ofl.  Sveitarstjórn samþykkir að skipa oddvita, sveitarstjóra og Elínu R. Líndal sveitarstjórnarmann í aðgerðarstjórn.  Formenn/fulltrúar fjallskilastjórna hafa verið boðaðir til fundar við sveitarstjórn  í dag kl.16:30. Oddviti fór yfir stöðuna með formönnum fjallskilastjórnanna. Fjallskilastjórnir munu funda í kvöld og ákvörðun verður síðan tekin í fyrramálið hvort gripið verði til einhverra aðgerða  á svæðinu. Upplýsingar þessa efnis  verða settar á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?