Tilkynningar

26. ágúst 2016

Fjallskilaseðill í fyrrum Bæjarhreppi 2016

Laugardaginn 17. september ber að leita fyrstu leit í Bæjarhreppi.

Réttað verður sama dag að Hvalsá. Réttarstjóri er Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og er einnig í annari leit. Ákveðið hefur verið að leita Kvíslarland 1. leit, föstudaginn 16. september.

Önnur leit fer fram laugardaginn 1. október. Þá skulu ábúendur hafa leitað heimalönd sín. Utanbæjarfé á að koma til réttar í tæka tíð.

Réttað verður í Hvalsá sunnudaginn 2. október kl 13.00.

Ekki er heimilt að sleppa fé í beitarhólfið við Hvalsárrétt fyrr en laugardaginn 10. september og ekki fyrr en viku fyrir aðra leit. Þriðja leit verður ákveðin síðar svo og leitir innan varnarlínu við Fjarðarhorn.

26. ágúst 2016

Fjallskilaseðill Vatnsnesinga 2016

Göngur  fari fram laugardaginn 10. september 2016.

 

Þorgrímsstaðadal smali 5 menn undir stjórn Lofts Guðjónssonar á Ásbjarnarstöðum.

Í þær göngur leggi til;

Loftur Ásbjarnarstöðum 3 menn, Þorbjörg og Óskar Þorgrímsstöðum 2 menn.  Smalað verður norður og réttað á Ásbjarnarstöðum.

Útfjallið smali 13 menn undir stjórn Benedikts á Bergsstöðum.

24. ágúst 2016

Sjónaukinn

Hér má sjá nýjasta tölublað Sjónaukans:34. tölublað

  • Húnaþing vestra

    Upplifun í alfaraleið...

  • HVÍTSERKUR

    er einstakur klettadrangur við Vatnsnes...

  • VISIT HUNATHING

    það er þess virði...

lau.
27.08kl.12
8 m/s
Alskýjað
sun.
28.08kl.12
7 m/s
Alskýjað
mán.
29.08kl.12
2 m/s
Léttskýjað
10°
þri.
30.08kl.12
4 m/s
Rigning
mið.
31.08kl.12
5 m/s
Alskýjað

Leita