Tilkynningar

16. júlí 2014

Orðsending til katta- og hundaeigenda á Hvammstanga

Kattaeigendur eru beðnir um að fylgjast vel með köttum sínum og tryggja að þeir séu merktir og  með bjöllur um hálsinn. Nú er sá árstími sem að fuglar eru að reyna að koma upp ungum sínum en kvartað hefur verið yfir því að margir ungar lendi í kattarkjafti.

Kattaeigendur eru beðnir að virða Samþykkt um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra en þar segir í h lið 6. gr. “ Eigendum og umráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru katta, m.a. að næturlagi.

16. júlí 2014

Laust starf í íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra óskar eftir að ráða öflugan einstakling í ca. 50% starf frá 1. september 2014.

Umsækjendur skulu vera 18 ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi.

16. júlí 2014

Drög að reglum um skólaakstur í Húnaþingi vestra.

Ágætu foreldrar og íbúar

Hér má sjá drög að reglum um skólaakstur í Húnaþingi vestra. Athugasemdum við drögin skal senda skólastjóra í síðasta lagi 24. júlí 2014.

Bestu kveðjur
Sigurður Þór Ágústsson Skólastjóri

16. júlí 2014

Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.

Tillaga að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 og umhverfisskýrsla var auglýst til athugasemda frá 17. apríl til 2. júní 2014. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is, skrifstofu Húnaþings vestra og hjá Skipulagsstofnun.  Athugasemdir bárust frá sex aðilum.  Skipulags- og umhverfisráð yfirfór  athugasemdirnar og samþykkti tillögur að breytingar á greingargerð og skipulagsuppdrætti á fundi 11. júní 2014, sjá heimasíðu

 • Eldur í Húnaþingi 2014

  Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð í Húnaþingi vestra. Taktu frá dagana 23.-27. júlí.

 • Húnaþing vestra

  Upplifun í alfaraleið...

 • Svipmyndir frá Húnaþingi vestra

  Ljósmyndasýning í Brúarhvammi...

 • KORTASJÁ

  Húnaþings vestra

fim.
24.07kl.12
2 m/s
Skúrir
18°
fös.
25.07kl.12
4 m/s
Lítils háttar rigning
15°
lau.
26.07kl.12
0 m/s
Alskýjað
14°
sun.
27.07kl.12
1 m/s
Alskýjað
13°
mán.
28.07kl.12
4 m/s
Lítils háttar rigning
10°

Leita