Tilkynningar

29. apríl 2016

Auglýsing - Deiliskipulag fyrir klapparnámu

Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir klapparnámu í landi Bjarghúsa Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 269. fundi sínum þann 14.04.2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir klapparnámu  í landi Bjarghúsa í Húnaþingi vestra, fyrrum Þverárhreppi samkvæmt  1. mgr.  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28. apríl 2016

Húnaþing vestra og Akureyri í átak í eldvörnum

Húnaþing vestra og Akureyri hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.

28. apríl 2016

Enn vantar flokkstjóra við vinnuskólann í sumar

sumarstorf2013.jpg

Óskum eftir að ráða flokkstjóra við vinnuskólann, um er að ræða gefandi og skemmtilega útivinnu og stýringu á 13-16 ára ungmennum.

Hægt er að semja um hlutastarf, eða vinna part úr sumri, allt kemur til greina. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri. Frekari upplýsingar veitir Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri í s. 771-4959 eða á netfanginu; ina@hunathing.is

27. apríl 2016

Sjónaukinn

Hér má sjá nýjasta tölublað Sjónaukans: 17. tölublað

  • Húnaþing vestra

    Upplifun í alfaraleið...

  • HVÍTSERKUR

    er einstakur klettadrangur við Vatnsnes...

  • VISIT HUNATHING

    það er þess virði...

mán.
02.05kl.12
8 m/s
Alskýjað
þri.
03.05kl.12
8 m/s
Alskýjað
mið.
04.05kl.12
8 m/s
Alskýjað
fim.
05.05kl.12
7 m/s
Rigning
fös.
06.05kl.12
8 m/s
Lítils háttar slydda

Leita