Tilkynningar

20. júlí 2016

Akstursstyrkir vegna leikskólabarna.

Umsóknum um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla tímabilið janúar til júní árið 2016, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga.

20. júlí 2016

Eldur í Húnaþingi 2016

eldurihun.jpgEldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem var fyrst haldin árið 2003 og hefur síðan þá verið árlegur viðburður. Í ár, 2016, verður hátíðin haldin dagana 20.-24. júlí.

20. júlí 2016

Söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra

Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram um miðjan ágúst. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þessa þjónustu vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: skrifstofa@hunathing.is,  fyrir 4. ágúst nk.
Nánari dagssetningar á söfnuninni verða auglýstar þegar nær dregur.

19. júlí 2016

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra

Húnaþing vestra auglýsir hér með eftir umsóknum um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. 

 

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu.  Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.

 

  • Húnaþing vestra

    Upplifun í alfaraleið...

  • HVÍTSERKUR

    er einstakur klettadrangur við Vatnsnes...

  • VISIT HUNATHING

    það er þess virði...

þri.
26.07kl.12
6 m/s
Skýjað
11°
mið.
27.07kl.12
4 m/s
Alskýjað
10°
fim.
28.07kl.12
7 m/s
Alskýjað
fös.
29.07kl.12
6 m/s
Alskýjað
lau.
30.07kl.12
7 m/s
Alskýjað

Leita