Deiliskipulag í Landi Dælis í Húnaþingi vestra

Deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá 6. mars 2013 með athugasemdarfresti til og með 17. apríl 2013. Einnig má nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið alla@hunathing.is merkt "deiliskipulag í landi Dælis í Víðidal í Húnaþingi vestra, febrúar 2013". Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna.

Dæli deiliskipulagstillaga

Hvammstangi 28. febrúar 2013
Skúli Þórðarson

Var efnið á síðunni hjálplegt?