Með sunnudagskaffinu: Fyrirlestur á Byggðasafni

Þór_Magnússon_1.jpg

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 14:00 mun Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður, halda fyrirlestur um íslenska gull- og silfursmíði á byggðasafninu á Reykjum. Í fyrirlestrinum mun Þór leggja sérstaka áherslu á gull- og silfursmiði úr héraði en byggðasafnið varðveitir fjölda gripa frá þeim.

 

Þór hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskri gull- og silfursmíði og gaf Þjóðminjasafnið út rannsókn hans árið 2013. Bókin er í tveimur bindum og nefnist Íslenzk silfursmíði.

Aðgangur að safninu verður ókeypis og kaffiveitingar í boði.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?