Eldvarnarvika í Húnaþingi vestra

Brunavarnir Húnaþings vestra hafa undanfarin ár nýtt Eldvarnarvikuna sem er síðasta vika nóvembermánaðar ár hvert til þess að keyra tvö aðskilin forvarna og fræðsluverkefni á sviði brunavarna.

Annars vegar er um að ræða heimsókn í leikskóla þar sem börnin fá fræðslu um eldvarnir og eru virkjuð sem aðstoðarmenn slökkviliðsins. Farið er yfir eldvarnir leikskólans, s.s. slökkvitæki, reykskynjara, ÚT-ljós ofl. einnig fara þau með verkefni heim sem þau vinna með foreldrum um eldvarnir heimilanna.

Skemmtilegir leikir fyrir börn.

http://ebi.is/Logi_Glod_leikskolavefur/index.html

 

Einnig förum við í heimsókn í grunnskólann þar sem Slökkviálfarnir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim.

 

Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Mannvirkjastofnun, 112, TM, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands og slökkviliðin í landinu.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?