Sameiginleg mál- og læsisstefna leik- og grunnskóla

Skólastjórnendur leik-og grunnskóla í Austur Húnvatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskólanum á Hólmavík hafa ákveðið að  vinna að sameiginlegri mál- og læsisstefnu skólanna í samræmi við ákvæði í Aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

Vinna á heildstæða mál- og læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla en hver skóli móti síðan sína eigin stefnu sem taki mið af þeirri sameiginlegu. Í grunnskólunum er unnið að þróunarverkefninu Orð af orði og er verkefnastjóri Guðmundur Engilbertsson lektor við Háskólann á Akureyri og í leikskólunum er unnið að þróunarverkefninu Málþroski og læsi færni til framtíðar og er verkefnastjóri  Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur.

Í hverjum skóla er starfandi teymi sem ber ábyrgð á faglegri vinnu varðandi mál- og læsi innan hvers skóla en tengiliðir frá skólunum hittast reglulega og vinna að sameiginlegri stefnu. 

Markmiðið er að efla málþroska og færni allra nemenda á báðum skólastigum er varðar læsi í víðum skilningi. Ábyrgðamenn verkefnisins í leikskólunum eru Guðrún Lára Magnúsdóttir skólastjóri í Ásgarði og Borðeyri og Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur Húnavatnssýslu sem einnig er ábyrgðarmaður fyrir verkefninu í grunnskólunum ásamt Kristínu Ólöfu Þórarinsdóttur aðstoðarskólastjóra í Grunnskóla Húnaþings vestra.



20151124_140523viljayfirlýsing.jpg



Guðrún Lára Magnúsdótir
leikskólastjóri

Leikskólans Ásgarðs

Var efnið á síðunni hjálplegt?